Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 73
71
engu minni áherzlu á hugmyndir hennar en atburði, enda
verða þær hornar saman við önnur rit, sem lærðir Islend-
ingar á dögum höfundar hafa lesið í skóla og annars stað-
ar, en um afrek Grettis höfum við lítt til samanburðar,
heldur verðum að hlíta orðum Grettlu sjálfrar. Eins og
Guðni Jónsson heldur fram í formála sínum að sögunni,
þá getur næsta lítill vafi leikið á því, að höfundur
hennar hafi verið klerkur, enda her hún þess ærin merki að
hafa verið samin af víðlesnum og menntuðum manni.
Guðni hefur röksamlega sýnt, að söguhöfundur hefur ekki
einungis kunnað skil á allmörgum frumsömdum ritum,
heldur einnig á Tristrams sögu, norskri þýðingu á frönsku
skáldverki frá tólftu öld.2 Vald höfundar yfir miklu efni,
þar sem skemmtim og nytsemd er blandað saman á meist-
aralegan hátt, glöggur skilningm- á mannlegum vanda-
málum, listrænar lýsingar á fólki og umhverfi og ýmis
önnur einkenni Grettlu eiga næsta lítið skylt við alþýð-
legar frásagnir. Þegar slíkt er haft í huga, er ekki óeðli-
legt þótt ritskýrandi svipist um eftir áhrifum frá skóla-
bókum og öðrum lærdómsritum. I leit minni að rótum
Grettlu þykist ég hafa fundið merki ýmissa rita í þýðing-
um, svo sem Samúelsbóka, Jobsbókar, DavíSssálma, Pré-
dikarans, Hugsvinnsmála og Antoníus sögu.3 En auk þess
mun vera óhætt að gera ráð fyrir áhrifum frá ýmsum
öðrum útlendum ritum, þótt hér verði ekki talin. Um
orðskviði Grettlu er það skemmst að segja, að sumir þeirra
eru vafalaust af fornum norrænum rótum runnir og aðrir
kunna að vera af lærðum uppruna og þó orðið alþýðu-
eign í öndverðum kristnum sið. öðru máli gegnir mn spak-
2 Um áhrif Tristrams sögu á Grettlu hafa ýmsir ritað, auk Guðna
Jónssonar, en hér má benda á þá Bjarna Einarsson, Skáldasögur
(Reykjavík 1961), 45-6, og Paul Schach, “Some Observations on
the Influence of Tristrams saga ok Isöndar”, í ritinu Old Norse
Literature and Mythology: A Symposium, útg. Edgar C. Polomé
(Austin 1969), 111-21.
3 Sjá greinina „Glámsýni í Grettlu“, sem getið er í skýringargrein 1
hér að framan.