Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 55
53
inu í latneska textanum, svo að þýðandi hefur lagt það til.
í 18. kafla er svofelld klausa: „En allr herrinn svaraði
þegar, at þat skyldi með engu móti vera, at hann fœri með
þeim at sinni. „Því at þeir heljarmenn eru i móti,“ segja
þeir, „ef vér komum saman, at ekki mikit munu um hirða,
hvárt vér menn þínir ÍQllum eða flýjum, því at heldr
munu þeir vilja ná þér einum en tiu þúsundum annarra
manna. Er oss hitt hetra at þú sér hér í oruggri borg,
hvers sem vér kunnum við þurfa, því at oss þykkir alls
gætt ef y<5ar er.“ Síðari staðurinn er í 21. kafla: „En hQfð-
ingjar Gyðinga gengu at Davíð svá segjandi: „Nær hafði
nú miklum váða, ok þat veit lifandi guð, fyrir þess nafn
sverjum vér, at þú skalt eigi síðan ganga í bardaga með
oss, at eigi heri svá illa til ok óhœfiliga sem nú var viðr-
lægt, at þú slokkvir lofsamligt ljósker Israels — þat ertu
sjálfr, — því at oss þykkir alls gætt er þín er.““ 1 Saulus
sögu ok Nichanors (útg. A. Loth, bls. 36) segir: „Væri þat
heldr mitt ráð, at þér flýit at sinni sjálfir, geymandi svá
yðvart líf, því at mér lízt alls geymt þess sem viS liggr, ef
ySvar er.“ Að lokum má geta þess, að setningin kemur fyr-
ir, í breyttri mynd þó, í Adonias sögu (útg. A. Loth, bls.
131): „Honum þótti alls geymt, ef hans lífi er forSat.“
Lítill vafi getur leikið á, að spakmæli það sem hér um
ræðir, er komið frá Publiliusi (1934), 696: Tuti sunt
omnes unus ubi defenditur. „Allra er gætt er einn er var-
inn.“ I flestum íslenzku dæmunum er sögnin að „þykja“
notuð í aðalsetningunni, en þó er heildarmerkingin og
byggingin býsna svipuð og í latnesku fyrirmyndinni. Hér
virðist mega gera ráð fyrir, að upphafleg þýðing á orðs-
kviðnum hafi hljóðað eitthvað á þessa lund: *Allra (?alls)
er gœtt, er eins er.
16. Þú munt sitja kyrr at Leikskálum
ef þú ofsar þér ekki til vansa,
ok minn undirmaðr skaltu vera,
meðan við lifum báðir.
Muntu ok til þess ætla mega
at þú munt lægra fara verða en fyrr.