Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 51
49
dauði“ merki að deyja fyrir aldur fram. Þvi hefur mér
komið til hugar að Hrafnkell sé ekki að gefa í skyn hvern-
ig hann verði af lífi tekinn, heldur hvenœr ævi sinnar.
Hann er enn ungur að árum, en allt um það myndu marg-
ir fremur vilja þola dauða en niðurlægingu, þótt ungir
séu.
Áður en Hrafnkell er látinn þola pyndingar og afar-
kosti, kemst hann svo að orði: „Þat er yðr engi ósœmð þó
at þér drepið mik, mun ek ekki undan því mælask. Undan
hrakningum vil ek mælask; er yðr engi sœmð í því.“
Þegar hér var komið sögu ganga Hrafnkell og lesandi
þess duldir hvað hann á í vændum. Eru „hrakningamar"
hugsaður sem ábending mn hvorttveggja: líkamlegar mis-
þyrmingar og félagslega lítillækkun? Hvað sem því líður,
þá gengur refsingin svo langt úr hófi fram að píslir eru
undanfari algerrar örbirgðar. Tvö spakmæli Publiliusar
virðast eiga hér við: Satis est superare inimicum, nimium
est perdere (1934), 686. „Nóg er að sigra óvin, of mikið að
glata honum.“ Plus est quam poena sinere miserum vivere
(1934), 502. „Að láta mann lifa í eymd er meira en refs-
ing.“
Hrafnkell er ekki eini maðurinn í fornum ritum, sem
kveðst munu velja sér líf ef kostur er á. Þegar hann lætur
þess getið um leið, að hann geri það mest vegna sona sinna,
þarf ekki að leita langt að fyrirmynd. 1 Fimmtu Mósebók
er svo að orði komizt: „Elige ergo vitam, ut et tu vivas,
et semen tuum,“ sem hljóðar þannig í Stjórn (346): „Vel-
ið þér yðr líf, at þér lifit ok kyn yðvart.“ Skyldan að velja
sér líf veit því ekki einungis að manni sjálfum heldur
einnig að afkomendum hans.
Orðfæri Hrafnkels sögu minnir einnig á Vilhjálms sögu
sjóðs (73): „Flestir kjósa líf ef kostr er.“ í Njálu segir
Kári: „Þat er hverjum manni boðit at leita sér lífs, ok skal
ek svá gera.“ (tJtg. Einars Ól. Sveinssonar, 332, en hann
getur í skýringargrein um Stjórn og Hemings þátt Ásláks-
sonar, þar sem orðtakið er: „Þat er hverjum boðit at lengja
líf sitt meðan hann má.“)
4