Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 18
16
Það er heldur engan veginn öruggt að höfundur Hrafnkels
sögu hafi viljað að sem mestur trúnaður væri lagður á
sannfræði hennar, eins og Sigurður Nordal telur, enda er
ekkert í sögunni sjálfri slíkri staðhæfingu til styrktar. Þótt
nútímalesendum sé hætt við að leggja bókstaflega merk-
ingu í frásagnir Islendingasagna, þá horfði málið allt öðru-
vísi við á þrettándu öld, þegar menn vöndust við að kynn-
ast almennum siðalærdómum af ýmiss konar sögrnn, hvort
sem þær studdust við raunverulega atburði eða voru
sprottnar af einhverri ákveðinni hugmynd um mannlega
hegðun.
1 þriðja lagi hafa bókfestumenn og sagnfestumenn það
sameiginlegt, að hvorirtveggju eru tregir að viðurkenna
útlend áhrif á sögumar, nema fyrirmyndir séu svo skýrar
og afdráttarlausar að ekki verði um deilt. Á hinn bógixrn
þykir mér sjálfsagt að leggja heildarmenningu þjóðarinnar
á þrettándu öld, suðræn atriði ekki síður en norræn, til
grundvallar við rannsóknir á eðli sagnanna. Eins og áður
var drepið á, koma fyrir í Hrafnkels sögu ýmsar hugmynd-
ir sem Islendingar munu lítt hafa kynnzt fyrr en á elleftu
öld og urðu þó brátt mikilvægur þáttur í andlegu lífi þjóð-
ariimar, eins og ráða má af bókmenntum þrettándu aldar.
Hér koma til greina ekki einungis þau rit sem frumsamin
voru á móðurmálinu og þýddar bækur, heldur einnig latn-
esk rit sem menntamenn lásu í skólum, klaustrum og öðr-
um menntasetrum. Rithöfundum er tamt að sækja hug-
myndir í bækur ekki síður en í eigin reynslu eða til sögu-
sagna annarra manna. Við getum auðveldlega borið Hrafn-
kels sögu saman við önnur rit og leitt að því rök eða líkur,
hvort höfundurinn hefur notað þau. En hins vegar er
samanburður á sögunni og tíundu öld ærið vafasamt fyr-
irtæki, þar sem ekki er unnt að beita afdráttarlausum að-
ferðum eins og hlítt er við samanburð á bókum. Þeir sem
taka trúanlega staðhæfingu Sigurðar Nordals, að „áhrifa
erlendra bókmennta (þýðinga) verði lítt vart í sögunni,“
hljóta einnig að treysta honum til að hafa gengið úr skugga
um málið með því að bera hana saman við öll þau útlendu