Studia Islandica - 01.06.1981, Page 18

Studia Islandica - 01.06.1981, Page 18
16 Það er heldur engan veginn öruggt að höfundur Hrafnkels sögu hafi viljað að sem mestur trúnaður væri lagður á sannfræði hennar, eins og Sigurður Nordal telur, enda er ekkert í sögunni sjálfri slíkri staðhæfingu til styrktar. Þótt nútímalesendum sé hætt við að leggja bókstaflega merk- ingu í frásagnir Islendingasagna, þá horfði málið allt öðru- vísi við á þrettándu öld, þegar menn vöndust við að kynn- ast almennum siðalærdómum af ýmiss konar sögrnn, hvort sem þær studdust við raunverulega atburði eða voru sprottnar af einhverri ákveðinni hugmynd um mannlega hegðun. 1 þriðja lagi hafa bókfestumenn og sagnfestumenn það sameiginlegt, að hvorirtveggju eru tregir að viðurkenna útlend áhrif á sögumar, nema fyrirmyndir séu svo skýrar og afdráttarlausar að ekki verði um deilt. Á hinn bógixrn þykir mér sjálfsagt að leggja heildarmenningu þjóðarinnar á þrettándu öld, suðræn atriði ekki síður en norræn, til grundvallar við rannsóknir á eðli sagnanna. Eins og áður var drepið á, koma fyrir í Hrafnkels sögu ýmsar hugmynd- ir sem Islendingar munu lítt hafa kynnzt fyrr en á elleftu öld og urðu þó brátt mikilvægur þáttur í andlegu lífi þjóð- ariimar, eins og ráða má af bókmenntum þrettándu aldar. Hér koma til greina ekki einungis þau rit sem frumsamin voru á móðurmálinu og þýddar bækur, heldur einnig latn- esk rit sem menntamenn lásu í skólum, klaustrum og öðr- um menntasetrum. Rithöfundum er tamt að sækja hug- myndir í bækur ekki síður en í eigin reynslu eða til sögu- sagna annarra manna. Við getum auðveldlega borið Hrafn- kels sögu saman við önnur rit og leitt að því rök eða líkur, hvort höfundurinn hefur notað þau. En hins vegar er samanburður á sögunni og tíundu öld ærið vafasamt fyr- irtæki, þar sem ekki er unnt að beita afdráttarlausum að- ferðum eins og hlítt er við samanburð á bókum. Þeir sem taka trúanlega staðhæfingu Sigurðar Nordals, að „áhrifa erlendra bókmennta (þýðinga) verði lítt vart í sögunni,“ hljóta einnig að treysta honum til að hafa gengið úr skugga um málið með því að bera hana saman við öll þau útlendu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.