Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 64
62
af ráðit er honum þótti þér yera vitrari maðr.“ Hér eins
og víðar leynir Hrafnkels saga á sér, enda mun vandleitað
að áþekkum stað í öðrum fornsögum. Að sjálfsögðu fer
Hrafnkell ekki að velta fyrir sér sakleysi Eyvindar, en
hvað sem vitsmunum þeirra bræðra líður, er einsætt, að
Hrafnkell her meiri virðingu fyrir Eyvindi en Sámi. Helzti
munur þeirra bræðra í lýsingum þeirra er að Sámur er
gjarn á smásakir en Eyvindur fáskiptinn maður. Auk þess
hafði Sámur sýnt af sér þá heimsku að fara ekki að ráð-
um viturra manna. Nú kemur sú hugmynd fram í fomum
ritum, að sá sem þú getur ekki fyrirlitið veldur meiri
skaða, eða eins og það er orðað í spakmæli eignuðu Cato
(Collectio monostichorum, 45): Ille nocet gravius quem
non contemnere possis. Eyvindur var að því leyti hættu-
legri maður sem Hrafnkell har meiri virðingu fyrir hon-
um en Sámi; hér er óþarft að minna á niðrunartóninn í
ræðu Hrafnkels á Aðalbóli, þegar hann gefur Sámi úrslita-
kosti.
VII.
LOKAORÐ
f fljótu bragði virðist Hrafnkels saga vera alger and-
stæða þeirra dæmisagna sem hafa málleysingja að per-
sónum. Hún er rituð af svo miklu raunsæi og skilningi á
íslenzkum aðstæðum að flest atvik hennar hefðu getað
gerzt, en á hinn bóginn verða dæmisögur Esóps yfirleitt
ekki teknar bókstaflega. Og þótt þær fræði okkur sitthvað
um hugmyndir manna um sérkenni einstakra dýrategunda,
þá er slíkt engan veginn aðalatriði, heldur gegna dýrin
táknrænum hlutverkum og sögumar af þeim voru ritað-
ar í því skyni að menn fengju gleggri skilning á mann-
legu eðli. En eins og ég hef sýnt í SiSfrœði Hrafnkels sögu
og ítrekað hér að framan, þá er einn tilgangur sögunnar
svipaðs eðlis, og er þvi hægt að bera saman táknrænt gildi