Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 52
50
Af öðrum stöðum, þar sem vikið er að skyldu máli, má
nefna: GySinga sögu (10), „Ekki eru log sett móti hjálp
manna eðr lífi, heldr at hlífa lífinu“; Alexanders sögu
(96), „Karlmannligt er at forðask dauðann en hatask eigi
við lífit“; og Heimskringlu (I 351), „Lífsins skal fyrst
gæta.“
13. Satt er flest fomkveðit,
at svá ergisk hverr sem eldisk.
Verðr sú lítil virðing sem snemma leggsk á,
ef maðr lætr síðan með ósóma
ok hefir eigi traust til at reka þess réttar síðan,
ok em slikt mikil undur inn þá menn er hraustir hafa heitit.
Ræða griðkonunnar á Hrafnkelsstöðum skiptist greini-
lega í tvo hluta, og er hinn fyrri almenns eðlis, en hinn
síðari lýtur að þeim Hrafnkatli og Eyvindi sérstaklega. 1
hinum fyrri, sem hér hefxn- verið tilfærður, er einn orðs-
kviður um vaxandi bleyði manna, eftir því sem aldur fær-
ist yfir þá, og síðan harður dómur um þá sem hefjast ungir
til virðingar og glata henni síðan með ósóma. Orðskviður-
inn kemur einnig fyrir í Ólafs sögu helga (Hkr. II, bls.
265): „Satt er it fornkveðna: Svá ergisk hverr sem eldisk“
og Þorsteins þætti bæjarmagns (9. kap.), án þess að fom-
kveðins sé við getið. Hliðstæðm- orðskviður er Publilius
(1934), 187: Eheu quam miserum est fieri metuendo
senem! „Ó, hve vesalt er að eldast af ótta!“
Til samanburðar við ummæli griðku um glötun virð-
ingar má minna á tvo orðskviði hjá Publiliusi (1934), 209
og 212: Fidem qui perdit nihil pote ultra perdere. „Sá sem
glatar trausti getur engu meiru glatað." Fidem nemo um-
quam perdit nisi qui non hábet. „Enginn glatar virðingu
sinni nokkum tíma nema sá sem hefur hana ekki.“ Með
þessa tvo latnesku orðskviði í huga getum við betur áttað
okkur á hve þungur dómur er kveðinn upp um virðingar-
leysi Hrafnkels.
14. Veit ek mér einskis ótta ván af reiðmn Hrafnkels. Ek hefi
honum aldrei mein gert . . . Eigi mun ek riða undan þeim
mgnnum er ek hefi ekki til miska gprt.