Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 78
76
ung sem gllum hér í landi, þótt miklu sé stœrri bokkar
fyrir sér en þú, inn lægri verði at lúta.“
Um fyrirmynd að þessum orðskvið skal ekki staðhæft
að sinni, en hins skal þó getið, að í fomum málshætti
þótti lágum það engin skömm að lúta fyrir sér meira
manni: „Cedere maiori non est pudor inferiori.“ (Walther,
2585).
Illt mun af illum hljóta. (117)
Svipuðu orðalagi er beitt í Hœnsa-Þóris sögu (8. kap.):
„Opt hlýtr illt af illum, ok gmnaði mik, at mikit illt myndi
af þér hljótask.“ Hér er um að ræða setningu, sem þegin
er úr I. Samúelsbók (XXIV 14) og hljóðar svo í Vúlgötu:
„Sicut et in proverbio antiquo dicitur: Ab impiis egredietur
impietas." f biblíuþýðingu frá tuttugustu öld verður þetta:
„Eins og gamalt orðtæki segir: ills er af illum von.“ Nú
er eftirtektarvert, að í Stjórn (481) er orðalagið annað:
„Þat er forn orðskviðr, at af ómildum mgnnum komi misk-
unnleysi.“
Þegar svo er að orði komizt í sögum, að illt hljótist af
einhverjum, felst í því sú ábending að um illan sé að ræða.
f þessu sambandi má minna á ummæli Þorgeirs um Frey-
faxa í Hrafnkels sögu: „En hestr þessi sýnisk mér eigi
betri en aðrir hestar, heldr því verri, at mart illt hefir af
honum hlotizk. Vil ek eigi, at fleiri víg hljótisk af honum
en áðr hafa af honum orðit.“
Þá er QÓrum vá fyrir durum,
er QÓrum er inn um komit. (117)
í skýringum sinum ber Guðni Jónsson spakmælið sam-
an við málsháttinn „Þegar nátmgans veggur brennur, er
þínum hætt“ og bendir á að hann sé þýðing á Hórazi:
„Tunc tua res agitur, paries cum poximus ardet.“ (Sbr.
Walther, 26787 og víðar.) En nú er til miklu eldri þýðing
á latneska málshættinum (Biskupa sögur I (1858), 744):
. . á þá leið sem orðsviðr maðr segir: at nálægr veggr
99 *