Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 60
58
anburðar má minna á ummæli í sögu einni af útlendum
uppruna, eins og rakið verður í síðari ritgerðinni í sam-
bandi við orð öngulsfóstru, að fátt sé „vísara til ills en
kunna eigi gott að þiggja-“
Annar þáttur í heimsku Þorbjarnar er „að þykjast jafn-
menntur“ Hrafnkatli með því að vilja leggja mál þeirra
í gerð. En eftir að Sámur er tekinn við málinu, leikur eng-
inn vafi á hver gegnir hlutverki þeirrar manngerðar sem
klífur hærra en rétt þykir. Sámur keppir við yfirmann
sinn, hrifsar eigur hans og upphefur sjálfan sig. 1 eptir-
mála að einni dæmisögu Esóps (Fabulae Aesopicae,
CCCLXXVIII, ,Bos et Rana1)24 eru smámenni vöruð við
að deila við sér meiri menn: Fabula ostendit, parvis cum
magnis contendere summopere esse periculosum. „Dæmi-
sagan sýnir, að smámennum er það firnaháski að keppa
við stórmenni.“ Sú hætta sem Sámur tekst á hendur með
því að deila við Hrafnkel á sér enga sannanlega stoð í ís-
lenzkri réttarsögu, en í listaverkinu er hún mikilvægt
atriði, enda er þrívegis að henni vikið. „Þungt get ek at
deila kappi við Hrafnkel um málaferli,“ segir Sámur við
Þorbjörn heima í Hrafnkelsdal. Á þingi bregðast þeim
vonir um hjálp frá höfðingjum: „Enginn kvazk svá gott
eiga Sámi upp at gjalda, at ganga vildi í deild við Hrafn-
kel ok hætta svá sinni virðingu; segja þeir einn veg hafa
í flestum stQðum farit, er menn hafa þingdeilur átt við
Hrafnkel, at hann hefir alla menn hrakit af málaferlum,
þeir er við hann hafa átt.“ Þorgeir tekur í sama streng í
viðræðum við bróður sinn: „Svá mun mér fara sem Qðrum,
at ek veit mér þessum mQnnum ekki eiga gott at launa,
svá at ek vili ganga í deilur við Hrafnkel. Þykki mér hann
einn veg fara hvert sumar við þá menn sem málum eigu
at skipta við hann, at flestir muni litla virðing af fá eða
ongva áðr lýkr, ok sé ek þar fara einn veg Qllrnn; get ek
af því flesta ófúsa til, þá sem engi nauðsyn dregr til.“
24 Af fomum dæmisögura hef ég notað tvær útgáfur: Fabulae Aesopi-
cae, útg. Fransiscus de Furia (Leipzig 1810) og Fabulae Aviani í
Minor Latin Poets (sjá 11. athugasemd hér að framan).