Studia Islandica - 01.06.1981, Side 32
30
menn hvattir til að hjálpa nauðstöddum mönnum og hins
vegar voru þeir varaðir við íhlutunarsemi, og þó sérstak-
lega, þegar við volduga menn var að eiga. Um fyrra at-
riðið nægir að minna á orð Hávamála: „Hvar þú bol kannt /
kveð þik öqIví at, / ok gefat þínum fjándum frið.“ Og að
sjálfsögðu var hjálp við bágstadda talin kristileg skylda,
auk þess sem hér var um að ræða mann, sem var nákom-
inn Sámi sjálfum. Á hinn bóginn þótti heimska að hlut-
ast til um annarra mál og lenda í deilum, og má í þessu
sambandi minna á OrSskviSi Gamla testamentisins:
Honor est homini qui separat se a contentionibus;
omnes autem stulti miscentur contumeliis. (xx 3)
Orð MálsháttakvœSis „Hlutgjam ferr með annars sgk“
eru almennur dómur um þá, sem takast á hendur að sækja
mál fyrir aðra, en slíkt gat falið í sér þá hættu, að þeir
stefndu sjálfum sér fyrir rétt, eins og kveðið er að orði í
einu spakmæli Publiliusar (1934, 48): „Alienum qui orat
causam se culpat reum.“
Þótt Sámur sé gjam á smásakir, kinokar hann sér við
að þræta við valdamikinn mann: „Þungt get ek at deila
kappi við Hrafnkel um málaferli,“ enda er nóg um við-
varanir við slíku í fornum ritum. Hér má drepa á tvo
staði í Hugsvinnsmálum:
Þrætta né þjarka
skaltu eigi við þér meira manna eða þinn líka. (49)
Og er þar um að ræða viðvöran, sem er ekki alls kostar
óskyld ummælum Seneca (De Ira, ii 34 1):
Cum pare contendere, anceps est;
cum superiore, furiosum;
cum inferiore, sordidum.
Það er: „Að deila við jafningja er áhætta; við æðri mann
brjálæði; við lægri mann dónaháttur.“
Hinn staðurinn í Hugsvinnsmálum hefur svipuð vam-
aðarorð: