Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 14
12
að sagnfestu- og bókfestumenn eru sammála um ýmis und-
irstöðuatriði, sem eru annaðtveggja afsannanleg ella þá að
mirmsta kosti ósannanleg með öllu. Að minni hyggju er
rannsóknum hefðbundinna fræðimanna ekki einungis áfátt
um aðferðir og niðurstöður, heldur byggjast sumar þeirra
á svo vafasömum forsendmn að þær geta naumast talizt
til vísindalegrar ritskýringar. Ríkjandi skoðanir á eðli
Hrafnkels sögu eiga sem sé fomaldardýrkun meira upp að
inna en skilningi á sögunni sjálfri og menningu þjóðar-
innar á sköpimartíma hennar. Hér má einkum benda á
þrjú atriði, sem formælendmn sagnfestukermingar og bók-
festu virðast vera sameiginleg.
f fyrsta lagi er um að ræða staðhæfingar um hugmynda-
forða sögunnar, og skiptir þá litlu máli hvort hún er talin
hrein „skáldsaga“, eins og Sigurður Nordal gerir,2 ella þá
skráð eftir austfirzkum munnmælum sem varðveitzt hefðu
frá því á tíundu öld og fram á hina þrettándu, eins og
sagnfestmnenn hugsa sér. Þótt formælendur þessara and-
stæðu kenninga um uppmna sögunnar séu ósammála um
sannfræði hennar og fyrirmyndir, virðist hvommtveggjum
þykja jafnsjálfsagt að túlka hana af sjónarhóli „forlaga-
trúar“ og „lífsskoðunar hetjualdar". Forsendumar fyrir
slíkri afstöðu til sögunnar em hvorki þegnar úr almennum
reglum ritskýringar né byggðar á haldgóðri þekkingu á ís-
lenzkri menningu á þrettándu öld, heldur er gripið til
rómantískra hugmynda um foman hetjuskap, hvort sem
þær eiga við eða ekki. Nú er það eitt af viðfangsefnum rit-
skýringar að leysa skáldverk upp í frumþáttu sína og gera
síðan grein fyrir þvi hvemig þeir eru slungnir saman í
verkinu sjálfu og hvaðan þeir em komnir. Ef hetjuhugsjón
norrænnar heiðni er snar þáttur í Hrafnkels sögu, ætti
að vera næsta auðvelt að rökstyðja það með því einfalda
móti að skýrgreina fyrst hugtakið sjálft, sem raunar hefur
aldrei verið gert til hlítar - enda er býsna örðugt að finna
2 Hrafnkatla, Studia Islandica 7 (Reykjavík 1940). Þar sem hér er
um að ræða ekki ýkja langa og þó mjög kunna ritgerð hef ég yfir-
leitt ekki talið nauðsynlegt að vitna til hennar með blaðsíðutali.