Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 96
94
sterkastr á landinu sinna jafnaldra ok meir lagðr til at
koma af aptrgQngum ok reimleikum en aðrir menn; sú
in þriðja, at hans var hefnt út í Miklagarði, sem einskis
annars íslenzks manns; ok þat með, hverr giptumaðr Þor-
steinn drómundr varð á sínum efstum dQgum, sá inn sami,
er hans hefndi.“
Hvort sem Sturlu Þórðarsyni eru réttilega eignuð þessi
orð eða ekki, þá eru þau merkilegur dómur um aðalper-
sónu sögunnar; þó er ekki síður eftirtektarvert það sem
ósagt er látið en hitt sem skýrt er tekið fram. Sturla leggur
áherzlu á atgervi Grettis en minnist hins vegar ekki ber-
um orðum á ógæfu hans og lætur þá nægja að geta um
giftu Þorsteins. öðruvísi hagar til fyrr í sögunni (117),
þegar Jökull varar Gretti við Glámi með spakmælinu
„Sitt er hvárt gæfa eða gorvigleikr“: þótt Grettir sé mik-
ill afburðamaður, getur hann ekki treyst hamingju sinni.
1 þessum orðskvið er fólginn kjarninn í sögunni, en þó
munu lesendur yfirleitt ekki hafa áttað sig á hvert höf-
undur er að fara.
Nú er það engan veginn ótítt í fornum harmsögum og
nýjum, að saman fari atgervi og ógæfa, og má hér fyrst
nefna Starkað gamla, eins og honum er lýst í Gautreks
sögu, en á hann leggur Þór mikið böl og Óðinn vegur á
móti þeirri ógæfu með miklum gjöfum og gáfum honum
til handa. 1 FóstbrœSra sögu segir Ólafur helgi við Þor-
geir Hávarsson: „Þú ert mikill maðr vexti ok drengiligr
í ásjónu ok munt eigi vera í qIIu gæfumaðr.“ Um annan
útlaga, Gísla Súrsson, farast söguhöfundi orð á þessa lund:
„Ok er þat ok sannsagt, at eigi hefir meiri atgervimaðr
verit en Gísli né fullhugi, en þó varð hann eigi gæfumaðr.“
HarSar saga og Hólmverja, sem mun stæla Grettlu, eign-
ar Styrmi fróða svofelldan dóm um þriðja útlagann: „Hon-
um þykkir hann hafa verit í meira lagi af sekmn mQnn-
um sakir vizku ok vápnfimi ok allrar atgervi; hins ok ann-
ars at hann var svá mikils virðr útlendis, at jarlinn í
Gautlandi gipti honum dóttur sína; þess ins þriðja, at
eptir engan einn mann á Islandi hafa jafnmargir menn