Studia Islandica - 01.06.1981, Síða 96

Studia Islandica - 01.06.1981, Síða 96
94 sterkastr á landinu sinna jafnaldra ok meir lagðr til at koma af aptrgQngum ok reimleikum en aðrir menn; sú in þriðja, at hans var hefnt út í Miklagarði, sem einskis annars íslenzks manns; ok þat með, hverr giptumaðr Þor- steinn drómundr varð á sínum efstum dQgum, sá inn sami, er hans hefndi.“ Hvort sem Sturlu Þórðarsyni eru réttilega eignuð þessi orð eða ekki, þá eru þau merkilegur dómur um aðalper- sónu sögunnar; þó er ekki síður eftirtektarvert það sem ósagt er látið en hitt sem skýrt er tekið fram. Sturla leggur áherzlu á atgervi Grettis en minnist hins vegar ekki ber- um orðum á ógæfu hans og lætur þá nægja að geta um giftu Þorsteins. öðruvísi hagar til fyrr í sögunni (117), þegar Jökull varar Gretti við Glámi með spakmælinu „Sitt er hvárt gæfa eða gorvigleikr“: þótt Grettir sé mik- ill afburðamaður, getur hann ekki treyst hamingju sinni. 1 þessum orðskvið er fólginn kjarninn í sögunni, en þó munu lesendur yfirleitt ekki hafa áttað sig á hvert höf- undur er að fara. Nú er það engan veginn ótítt í fornum harmsögum og nýjum, að saman fari atgervi og ógæfa, og má hér fyrst nefna Starkað gamla, eins og honum er lýst í Gautreks sögu, en á hann leggur Þór mikið böl og Óðinn vegur á móti þeirri ógæfu með miklum gjöfum og gáfum honum til handa. 1 FóstbrœSra sögu segir Ólafur helgi við Þor- geir Hávarsson: „Þú ert mikill maðr vexti ok drengiligr í ásjónu ok munt eigi vera í qIIu gæfumaðr.“ Um annan útlaga, Gísla Súrsson, farast söguhöfundi orð á þessa lund: „Ok er þat ok sannsagt, at eigi hefir meiri atgervimaðr verit en Gísli né fullhugi, en þó varð hann eigi gæfumaðr.“ HarSar saga og Hólmverja, sem mun stæla Grettlu, eign- ar Styrmi fróða svofelldan dóm um þriðja útlagann: „Hon- um þykkir hann hafa verit í meira lagi af sekmn mQnn- um sakir vizku ok vápnfimi ok allrar atgervi; hins ok ann- ars at hann var svá mikils virðr útlendis, at jarlinn í Gautlandi gipti honum dóttur sína; þess ins þriðja, at eptir engan einn mann á Islandi hafa jafnmargir menn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.