Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 34
32
lengi þjónat með miklu starfi, ok hœfir þat eigi, at synð-
ligar sakir þær, er hann hefir í fallit, fylgi honrnn til hel-
vítis, því at hann drap Abner ok Amasa, ágæta hQfðingja
í mínum griðum, er lengi hQfðu þjónat Saul konungi með
miklmn tryggleik, ok mjQk margir eru þeir aðrir, er hann
hefir drepit fyrir ofrkapps sakir heldr en réttrar refsingar.
Ok er betr, at þú látir hann taka hér skjóta hefnd, heldr
en hann týnisk eilífliga í þessum sQkxun.“ (Stjórn, 553)
Hér má einnig vekja athygli á öðrum ritningarstað (Fyrsta
Konungabók, 14. kap.; Stjórn, 600), þar sem skirrzt hafði
verið við að taka sekan mann af lífi: „Fyrir því at þú gaft
þeim frið, sem réttiliga var dauða verðr af þinni hendi, þá
áttu at láta þitt líf fyxir hans líf . . . “16 Að vísu kostaði
yfirsjón Sáms hann ekki lífið, en hins vegar er Eyvindm’
bróðir hans drepinn fyrir bragðið og Sámur látinn þola
mikla niðurlæging.
IV.
TVÖ LATNESK SPEKIRIT
Höfundur Hrafnkels sögu er jafn þögull um bóknám sitt
og um arfsagnir, svo að sagan sjálf gefur enga heina og
afdráttarlausa vitneskju um munnlegar og ritaðar heim-
ildir. Leitin að latneskum heimildum að spakmælum sög-
unnar er ýmsum örðugleikum hundin, enda er margt á
huldu um latínubækur Islendinga á þrettándu öld. Fyrsta
skrefið í skipulegri rannsókn á lærðum áhrifum í Islend-
ingasögum ætti i rauninni að vera könmm á þeim útlendu
16 Vitaskuld eru þess næg dæmi, að menn séu hvattir til að ráða
andstæðingi bana, og má í þessu sambandi minna á Alexanders
sögu (35. bls.): „Vitið, at sjálfs síns fjandmaðr er sá, er hann
reiðir sljóliga sverð at óvin sínum, ok skemma vill sá sitt líf, er
hann lengir líf óvinar síns. Ok engi er þat mildi at þyrma mót-
stoðumQnnum sinum í bardaga. Þung er sú hpnd sjálfri sér ok
maklig afbQggs, er hon vegr sparliga ..."