Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 21
19
tekna persónu að frumlagi. Einnig getur svo borið við, að
orðalagið bergmáli spakmæli, án þess að það sé hermt í
venjulegri mynd. f heild sinni mun mega skipta orðskvið-
um íslendingasagna eftir uppnma í tvo hópa, annars veg-
ar norræna og hins vegar þá sem bárust hingað með suð-
rænum lærdómi eftir að þjóðin kristnaðist og kynntist við
útlenda menningarstrauma. En hver sem uppruni orðs-
kviðanna kann að vera, er einsætt að sagnahöfundar tóku
þá ekki frá sjálfum sér, heldur frá öðru fólki eða úr bók-
um. Má það heita undantekning hafi nokkur þeirra skapað
málshætti þá, sem hann felldi í verk sitt. Þeir mega því
teljast hluti af þeim efniviði sem hann notaði í sköpun-
arverk sitt.
Þótt spakmæli hafi almenna lærdóma að geyma, þá
gegna þau að sjálfsögðu ákveðnum hlutverkum í sambandi
við þau atvik sem verið er að lýsa. Þau geta einnig verið
eins konar stef fyrir söguna í heild. Spakmælið „Verðr
hverr með sjálfum sér lengst at fara“ í Gísla sögu á eink-
ar vel við frásögn af útlaga, sem verður að þola langa ein-
veru og örlendingu. Á sömu lund hefur oft verið bent á
að orðskviðurinn „Sitt er hvárt gæfa eða gorvigleikr“ í
Grettis sögu er prýðilega valinn, þar sem miklir hæfileik-
ar hetjunnar bíða að lokum fullan ósigur fyn'ir hamingju-
leysi hans. f Hrafnkels sögu gegnir spakmælið „SkQmm er
óhófs ævi“ lykilhlutverki, og skal fjalla um það fyrst, áður
en aðrir orðskviðir sögunnar séu teknir til athugunar.
Tvívegis í sögunni er vikið að viðbrögðum almennings
við óförum Hrafnkels. Eftir að hann er gerður alsekur á
þingi, er þeim lýst á þessa lund: „MQrgum þykkir vel farit,
þó at Hrafnkell hafi hneykju farit, ok minnask nú at hann
hefir mQrgum ójafnað sýnt.“ Eins og í dæmisögum, hlýtur
vondur maður makleg málagjöld fyrir misgerðir sinar,
þótt ekkert atriði í þessum setningum hvetji menn bein-
línis til að draga almennar ályktanir um ófarnað ójafn-
aðarmanna. öðru máli gegnir tun dóm alþýðu eftir að
Hrafnkell hefur verið sviptur eignrnn og völdum og hrak-
inn frá Aðalbóli: