Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 21

Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 21
19 tekna persónu að frumlagi. Einnig getur svo borið við, að orðalagið bergmáli spakmæli, án þess að það sé hermt í venjulegri mynd. f heild sinni mun mega skipta orðskvið- um íslendingasagna eftir uppnma í tvo hópa, annars veg- ar norræna og hins vegar þá sem bárust hingað með suð- rænum lærdómi eftir að þjóðin kristnaðist og kynntist við útlenda menningarstrauma. En hver sem uppruni orðs- kviðanna kann að vera, er einsætt að sagnahöfundar tóku þá ekki frá sjálfum sér, heldur frá öðru fólki eða úr bók- um. Má það heita undantekning hafi nokkur þeirra skapað málshætti þá, sem hann felldi í verk sitt. Þeir mega því teljast hluti af þeim efniviði sem hann notaði í sköpun- arverk sitt. Þótt spakmæli hafi almenna lærdóma að geyma, þá gegna þau að sjálfsögðu ákveðnum hlutverkum í sambandi við þau atvik sem verið er að lýsa. Þau geta einnig verið eins konar stef fyrir söguna í heild. Spakmælið „Verðr hverr með sjálfum sér lengst at fara“ í Gísla sögu á eink- ar vel við frásögn af útlaga, sem verður að þola langa ein- veru og örlendingu. Á sömu lund hefur oft verið bent á að orðskviðurinn „Sitt er hvárt gæfa eða gorvigleikr“ í Grettis sögu er prýðilega valinn, þar sem miklir hæfileik- ar hetjunnar bíða að lokum fullan ósigur fyn'ir hamingju- leysi hans. f Hrafnkels sögu gegnir spakmælið „SkQmm er óhófs ævi“ lykilhlutverki, og skal fjalla um það fyrst, áður en aðrir orðskviðir sögunnar séu teknir til athugunar. Tvívegis í sögunni er vikið að viðbrögðum almennings við óförum Hrafnkels. Eftir að hann er gerður alsekur á þingi, er þeim lýst á þessa lund: „MQrgum þykkir vel farit, þó at Hrafnkell hafi hneykju farit, ok minnask nú at hann hefir mQrgum ójafnað sýnt.“ Eins og í dæmisögum, hlýtur vondur maður makleg málagjöld fyrir misgerðir sinar, þótt ekkert atriði í þessum setningum hvetji menn bein- línis til að draga almennar ályktanir um ófarnað ójafn- aðarmanna. öðru máli gegnir tun dóm alþýðu eftir að Hrafnkell hefur verið sviptur eignrnn og völdum og hrak- inn frá Aðalbóli:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.