Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 85
83
ungs Tryggvasonar missti við, ok sjálfr lýðrinn var sjálf-
ráðr, þá festisk fyrir mQnnum þat helzt í minni um trúna,
sem í bernsku fiQfðu numit.“ 1 Ólafs sögu hinni sérstöku
eftir Snorra segir: „Því at þegar lýðrinn var sjálfráða, þá
festisk þeim þat helzt í minni um átrúnað, er þeir hQÍðu
numit í bamœsku.“ (Saga Óláfs konungs hins helga, útg.
Oscar Albert Johnsen og Jón Helgason (Oslo 1941), bls.
111).
Hér má bera saman við OrSskviÖina í Gamla testament-
inu (22. 6):
Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að halda,
og enda á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.
(Proverbium est: Adolescens juxta viam suam;
etiam cum senuerit, non recedet ah se.)
Af spakmælum sem tíðkuðust á miðöldum skal geta hér
eins (Walther, 25940a): „Quod juvenis pullus didicit,
memorat veteranus.“ Sbr. einnig málsháttinn „Hvað ungur
nemr gamall temr.“
Þú býðr þeim marga kosti góða,
en þeir neita Qllum, ok er fátt
vísara til ills en kunna eigi gott at þiggja. (247)
1 Hrafnkels sögu er það ekki einungis talið heimsku-
merki að hafna góðum boðum: „Sýnisk mér þú vitlítill
við hafa orðit, er þú hefir svá góðum kostum neitat,“ held-
ur hlýzt þar einnig mikið illt af. 1 þessu sambandi má
einnig minna á glefsu úr þýddri sögu (Islendzk æventýri,
i 110): „Þat veit ek stundum verða . . . at heimskir menn
neita sœmiligum boðum, en þá síðan fá þeir þat sem þeim
er makligra: láta sitt ok taka ekki í mót nema svívirðu.“
1 Vilhfálms sögu sjóSs (92) segir: „Ok sjálfum þér stríðir
þú í þessu, þótt þú neitir góðum boðum.“
Orðtakið „að kunna illt (illa)“ kemur fyrir í fornhók-
menntum, annars vegar í MáilsháttakvœSi (24): „Erfitt
verðr þeim’s illa kann,“ og hins vegar í Gísla sögu Súrs-
sonar (Islenzk fornrit VI 72):