Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 63
61
kels gerðu hann ekki að betri manni, þótt hrakningamar
kenndu honum þá lexíu að stilla sig betur en áður: „Var
nú skipan á komin brátt mikil, at maðrinn var miklu
vinsælli en áðr. Hrafnkell tók ina sQmu skapsmuni um
gagnsemð ok risnu, en miklu var hann nú gæfri maðr
en fyrr ok hœgri at q11u.“ Hér er auðsæilega um yfirborðs-
breytingu að ræða, enda reynist hann enn sami óhófs-
maðurinn og fyrr þegar hann drepur Eyvind saklausan,
og er því ærið vafasamt að tala um „þróun í skapferli“,
eins og gert hefur verið.27 Lýsingin á Hrafnkatli sannar
einmitt hið fomkveðna, að þótt náttúran sé lamin með
lurk, leitar hún út um síðir, eða eins og Hóraz orðaði það:
Naturam expellas furca, tamen usque recurret. Aðrar
dæmisögur vara við illum mönnum, sem aldrei verður
treyst, þótt líklega láti, enda verður öllum hált á því að
hlífa þeim. Hér má einnig minna á þrjú spakmæli hjá
Publiliusi, sem vara við að þyrma illum mönnum eða
treysta óvinum sínum: Bonis nocet, quisque pepercerit
malis. (1835), 116. „Hver sem þyrmt hefur vondum mönn-
um grandar góðum.“ Injuriam ipse facias ubi non vindices.
(1934), 323. „Þú gerir sjálfum þér skaða þegar þú refsar
ekki.“ Og að lokum: Cum inimico nemo in gratiam tuto
redit. (1934), 106. „Engum er tryggt að sættast við fjand-
mann sinn.“
1 lokaræðu Þorgeirs í Þorskafirði, þegar hann ávítar
Sám fyrir að þyrma Hrafnkatli, er merkilegur kafli sem
ég ætla að ekki hafi verið skýrður til hlítar: „Er þat nú
auðsét hverr vitsmunamunr ykkarr hefir orðit, er hann
lét þik sitja í friði ok leitaði þar fyrst á, er hann gat þann
27 Sbr. Hrafnkötlu Sigurðar Nordals (bls. 60): „Það er fátítt í ís-
lenzkum fornsögum, að þroskaferli manns sé lýst svo gjörla sem
hér og höfundur láti það svo greinilega í ljós, að hann veit, hvað
hann er að fara.“ Jónas Kristjánsson (Saga Islands III (Reykjavík
1978), 275) bergmálar þetta: „Frábært er það og óvenjulegt á fom-
um tímum að í íslenskum sögum er stundum lýst þróun í skap-
ferli söguhetjanna. Höfundur Hrafnkelssögu skilur gjörla hvað
mótlætið kennir Hrafnkeli og lætur það koma glögglega fram í
sögu hans.“