Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 69
I.
VIÐHORF
Ritgerð þessi er skrifuð í því skyni að grafast fyrir um
sumar þær rætur Grettis sögu, sem einna minnst hefur
verið gaumur gefinn: hugmyndir söguhöfundar um mann-
leg vandamál yfirleitt.1 1 þessari samantekt hef ég leit-
azt við að kanna ýmsa orðskviði í sögunni og rekja upp-
runa þeirra til latneskra fyrirmynda, eftir því sem þekking
min hrökk til. Dæmi um notkim þeirra í öðrum íslenzk-
um fomritum eru einnig talin, en þó vakir hitt ekki siður
fyrir mér að vekja athygli á hlutverki spakmæla i sögunni,
enda hafa þau ekki lent þar af neinni tilviljun. Orðskviðir
og málshættir geta ekki einungis brugðið ljósi yfir skáld-
verkið, sem beitir þeim, og knúið lesanda til að hugsa um
víðari merkingu þeirra, heldur geta þeir verið eins konar
leiðarhnoða, sem bendir okkur á menntun og áhuga höf-
undar. Eins og alkunnugt er, þá hefir Grettla fleiri spak-
mæli en nokkur fornsaga önnur, og ber það í sjálfu sér
vitni um sérstæðan höfund. Nú er það eftirtektarvert, að
um sum hugtök og andleg verðmæti notar höfundur fleiri
en eitt spakmæli; þannig eru nokkur sem lúta að vináttu:
„Vinr er sá annars, er ills varnar“ og „Langvinimir rjúf-
ask sízt“ og „Illt er at eiga þræl at einkavin.“ Þegar
1 Fyrir allmörgum árum tók ég saman eins konar yfirlitsgrein um
yandamálið: „Drög að siðfræði Grettis sögu“, Tímarit Máls og
menningar 30 (1969), 372-82, en hún má nú heita úrelt, enda
hafa fá rit um Islendinga sögur haldið gildi sinu lengur en um
einn áratug. Tvær aðrar greinar, „Sermo datur cunctis: A learned
element in Grettis saga“, Arkiv för nordisk filologi 94 (1979),
91-4, og „Glámsýni í Grettlu“, Gripla 4 (1981), fjalla um ein-
stakar setningar í sögunni og hafa því næsta takmarkað hlutverk.