Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 80
78
mun einkis vert þykkja, ella mun sannask it fomkveðna,
at svá skal bql bœta, at bíSa annat meira.“ Hið meira böl,
sem bóndi víkur að, er vitaskuld fall Ölafs á Stiklastöðum.
Hinn staðurinn er í Alexanders sögu (bls. 56); Daríus
beitir orðskviðnum, þegar hann sér Thiriothes, sem er
kominn til að færa honum þá fregn, að drottningin hafi
látið líf sitt: „ . . . Numit hefi ek nú vesall at vera ok
bogna fyrir tímaleysi, en þat eina er veslum til vilnaðar
at vita sinn hlut fyrr en síðar, því at svái skal bqil bœta,
at bíSa meira.“ Slíkur málsháttur er ekki í latneska frum-
textanum hér (Alexandreis) og hefur honum því verið
aukið í af þýðanda. En síðar í sögunni (bls. 96) kemur
fyrir afbrigði af spakmælinu. „ . . . ok ef menn verða
nauðugliga staddir í sjóvar stormi, þá kasta þeir utan borðs
miklum hluta eigu sinnar til þess at þeir haldi sjálfum
sér heilum ok skipi sínu, ok bera svá bql til batnaSar.“ Hér
má bera saman við latneska textann (VI 398-9):
Naufragiumque timens jactura sepe redemit
Navita quod potuit et dampnis dampna levavit.
Sennilegt má þykja, að nákvæm latnesk fyrirmynd að
orðskviðnum „Svá skal bgl bœta at bíða annat meira“
muni finnast ef vel er leitað, en hér verður látið duga að
minna á fomt spakmæli, sem hvetur menn að þola böl
og lúta fyrir nauðsyn: Unum est levamentum malortrm
pati et necessitatibus suis obsequi. (Seneca, De Ira iii 16.)
Annar málsháttur, sem hvetur menn einnig til bjart-
sýni, þótt illa gangi um sinn, er „Býsna skal til batnaðar“,
sem kemur m. a. fyrir í Hemings þætti, Helgisögu Ólafs
Haraldssonar og Adonias sögu (tvívegis); sjá enn fremur
ritgerð Finns Jónssonar í Arkiv xxx, 27. Tilbrigði við þann
málshátt em í Hrólfs sögu Gautrekssonar („Er þat sem
mælt er, at býsn skal til batnaðar“) og Ólafs sögu Tryggva-
sonar eftir Odd („Þat er fomt mál, at býsna skal, at betr
verði.“)
Ok er þér kennt at varask óvini þína. (172)