Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 54
52
cogites (520). „Þú skalt ávallt hafa í huga með hverju
móti þú sért öruggur.“ Qui timet omnes insidias, nullas
incidit (594). „Sá sem óttast allar gildrur fellur í enga.“
Semper metuendo sapiens evitat malum (666). „Vitur
maður forðast böl með því að bera ávallt ugg í brjósti.“ —
Eyvind skortir þá fyrirhyggju sem fólgin er í slíkum orðs-
kviðum.
f Hávarðar sögu, sem sýnir glögg áhrif frá Hrafnkels
sögu, bregzt Ólafur við á svipaða lund og Eyvindur þegar
hann er varaður við hættu (Isl. fornr. VI 304): „Ekki ótt-
umk ek ÞorbjQrn, á meðan ek hefi ekki gert til saka við
hann; mun ek ok skammt renna fyrir honum einum.“ f
báðum sögum verður hetjunni þó lítil vörn í sakleysi sínu.
15. Þat vilda ek
at þú riðir undan vestr til dalsins,
ok muntu þá geymðr.
Ek kann skapi Hrafnkels
at hann mun ekkert gera oss
ef hann náir þér eigi.
Er þá alls gœtt ef þín er.
Orðtakið, sem hér er skáletrað, kemur fyxir á nokkrum
öðrum stöðum í fomritum vorum, og getur þó lítill vafi
leikið á, að hér sé um að ræða setningu úr latinu. Á öllum
þeim stöðum sem hafa þetta máltæki hagar svo til, að leið-
togi er í hættu og menn hans vilja allt til vinna, að lífi
hans sé forðað, enda er þeim þá minni hætta búin sjálfum,
ef hans er gætt. í Hákonar sögu herÖibreiðs (9. kap.)
varar Gregoríus Dagsson Inga konung svofelldum orðum:
„Vér hQfum mikit lið ok frítt. Nú er þat mitt ráð, að þér,
konungr, verið eigi í atlQgunni, því at þá er alls gœtt, er
yðar er, ok veit eigi hvar óskytja Qr geigar.“ f Knýtlinga
sögu hvetur Eiríkur jarl Knút konung bróður sinn til þess
að flýja undan bændahernmn í Óðinsvéum og segir: „þat
má enn vel takask, ef guð vill; er þá alls gcett, ef yÖar er“
(Sogur Danakonunga, 133). Orðtakið er tvívegis notað í
Stjórn (Annarri Samúelsbók) með stuttu millibili og í bæði
skiptin um Davíð konung; enginn stafur er fyrir orðtak-