Studia Islandica - 01.06.1981, Page 54

Studia Islandica - 01.06.1981, Page 54
52 cogites (520). „Þú skalt ávallt hafa í huga með hverju móti þú sért öruggur.“ Qui timet omnes insidias, nullas incidit (594). „Sá sem óttast allar gildrur fellur í enga.“ Semper metuendo sapiens evitat malum (666). „Vitur maður forðast böl með því að bera ávallt ugg í brjósti.“ — Eyvind skortir þá fyrirhyggju sem fólgin er í slíkum orðs- kviðum. f Hávarðar sögu, sem sýnir glögg áhrif frá Hrafnkels sögu, bregzt Ólafur við á svipaða lund og Eyvindur þegar hann er varaður við hættu (Isl. fornr. VI 304): „Ekki ótt- umk ek ÞorbjQrn, á meðan ek hefi ekki gert til saka við hann; mun ek ok skammt renna fyrir honum einum.“ f báðum sögum verður hetjunni þó lítil vörn í sakleysi sínu. 15. Þat vilda ek at þú riðir undan vestr til dalsins, ok muntu þá geymðr. Ek kann skapi Hrafnkels at hann mun ekkert gera oss ef hann náir þér eigi. Er þá alls gœtt ef þín er. Orðtakið, sem hér er skáletrað, kemur fyxir á nokkrum öðrum stöðum í fomritum vorum, og getur þó lítill vafi leikið á, að hér sé um að ræða setningu úr latinu. Á öllum þeim stöðum sem hafa þetta máltæki hagar svo til, að leið- togi er í hættu og menn hans vilja allt til vinna, að lífi hans sé forðað, enda er þeim þá minni hætta búin sjálfum, ef hans er gætt. í Hákonar sögu herÖibreiðs (9. kap.) varar Gregoríus Dagsson Inga konung svofelldum orðum: „Vér hQfum mikit lið ok frítt. Nú er þat mitt ráð, að þér, konungr, verið eigi í atlQgunni, því at þá er alls gœtt, er yðar er, ok veit eigi hvar óskytja Qr geigar.“ f Knýtlinga sögu hvetur Eiríkur jarl Knút konung bróður sinn til þess að flýja undan bændahernmn í Óðinsvéum og segir: „þat má enn vel takask, ef guð vill; er þá alls gcett, ef yÖar er“ (Sogur Danakonunga, 133). Orðtakið er tvívegis notað í Stjórn (Annarri Samúelsbók) með stuttu millibili og í bæði skiptin um Davíð konung; enginn stafur er fyrir orðtak-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.