Studia Islandica - 01.06.1981, Side 92
90
því að Grettir, ungur að árum og lítt settur að klæðum,
er látinn þola kulda og vosbúð við hrossageymslu á Mið-
fjarðarhálsi um vetur, unz ævi hans lýkur eftir banvæn-
an sjúkleika í skammdegi norður í Drangey, eru þján-
ingar mikilvægur þáttur í mannlýsingu hans og gera af-
rek hans minnisstæðari en ella hefði orðið. Höfundur hirð-
ir ekki að eyða orðum að fátækt Grettis, enda blasir hún
við sjónum lesanda, þar sem hetjan verður um árabil að
bjargast við veiðiskap, rán og góðgirni fárra vina og
frænda, enda stenzt hann þá mannraun vel. Og ekki
verður heldur sagt, að Grettir verði illa við frændamissi,
þótt hann kasti ekki ösku í höfuð sér og falli til jarðar,
eins og Job gerir þegar honum berst fregnin af barna-
tjóni og eigna:
At áliðnu sumri kom Grettir Ásmundarson út í Hvitá í Borg-
arfirði. Fóru menn til skips um heraðit. Þessi tíðendi kómu gll
senn til Grettis, þat fyrst, at faðir hans var andaðr, annat þat,
at bróðir hans var veginn, þat þriðja, at hann var sekr gprr um
allt landit. Þá kvað Grettir vísu þessa:
Allt kom senn at svinnum,
sekð mín, bragar tini,
fgður skal drengr af dauða
drjúghljóðr ok svá bróður;
þó skal margr í morgin
mótrunnr Heðins snótar,
brjótr, of slíkar sútir,
sverðs daprari verða.
Svá segja menn, at Grettir brygði engan veg skapi við þess-
ar fréttir, ok var jafnglaðr sem áðr. (147-8)
1 báðum þessum frásögnum, Jobsbók og Grettlu er lýst
viðbrögðum manns, þegar hann fréttir af ósköpum þeim,
sem yfir hann hafa dunið, og þótt þau séu ekki hin sömu,
þá er fregnum tekið af stakri karlmennsku. Hér hlítir
Grettir ráðum hugrekkis í Viðrœðu æðru ok hugrekkis:
„Með gleði skal harmi hrinda.“ Annars staðar í fomum
ritum eru menn lofaðir fyrir að láta sér ekki bregða, þó
að þungt falli. Um Antóníus segir að „hann hélt ávallt