Studia Islandica - 01.06.1981, Page 92

Studia Islandica - 01.06.1981, Page 92
90 því að Grettir, ungur að árum og lítt settur að klæðum, er látinn þola kulda og vosbúð við hrossageymslu á Mið- fjarðarhálsi um vetur, unz ævi hans lýkur eftir banvæn- an sjúkleika í skammdegi norður í Drangey, eru þján- ingar mikilvægur þáttur í mannlýsingu hans og gera af- rek hans minnisstæðari en ella hefði orðið. Höfundur hirð- ir ekki að eyða orðum að fátækt Grettis, enda blasir hún við sjónum lesanda, þar sem hetjan verður um árabil að bjargast við veiðiskap, rán og góðgirni fárra vina og frænda, enda stenzt hann þá mannraun vel. Og ekki verður heldur sagt, að Grettir verði illa við frændamissi, þótt hann kasti ekki ösku í höfuð sér og falli til jarðar, eins og Job gerir þegar honum berst fregnin af barna- tjóni og eigna: At áliðnu sumri kom Grettir Ásmundarson út í Hvitá í Borg- arfirði. Fóru menn til skips um heraðit. Þessi tíðendi kómu gll senn til Grettis, þat fyrst, at faðir hans var andaðr, annat þat, at bróðir hans var veginn, þat þriðja, at hann var sekr gprr um allt landit. Þá kvað Grettir vísu þessa: Allt kom senn at svinnum, sekð mín, bragar tini, fgður skal drengr af dauða drjúghljóðr ok svá bróður; þó skal margr í morgin mótrunnr Heðins snótar, brjótr, of slíkar sútir, sverðs daprari verða. Svá segja menn, at Grettir brygði engan veg skapi við þess- ar fréttir, ok var jafnglaðr sem áðr. (147-8) 1 báðum þessum frásögnum, Jobsbók og Grettlu er lýst viðbrögðum manns, þegar hann fréttir af ósköpum þeim, sem yfir hann hafa dunið, og þótt þau séu ekki hin sömu, þá er fregnum tekið af stakri karlmennsku. Hér hlítir Grettir ráðum hugrekkis í Viðrœðu æðru ok hugrekkis: „Með gleði skal harmi hrinda.“ Annars staðar í fomum ritum eru menn lofaðir fyrir að láta sér ekki bregða, þó að þungt falli. Um Antóníus segir að „hann hélt ávallt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.