Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 41
39
Fyrir orðum ok eiðum
hygg þú <?llum vel . . .
En þetta fyrirmæli er svo í formála Disticha (21): „Jus-
jurandum servau. Hjá Publiliusi (1934), 565, er spak-
mselið: Qui jus jurandum servat quovis pervenit. „Sá sem
heldur eið sinn kemst hvert sem hann vill.“
Að lokum má minnast þess í sambandi við heitstreng-
ingu Hrafnkels, að eitt af spakmælum Publiliusar (1934),
169, hljóðar á þessa lund: Deos ridere credo cum felix
vovet. „Ég trúi það hlægi goðin er sæll maður strengir
heit.“
4. En vér megum þess opt iðrask
at vér erum of málgir,
ok sjaldnar mundum vér þess iðrask
þótt vér mæltim færa en fleira.
Fyrirmyndin að iðrunarorðum Hrafnkels virðist vera
Publilius (1835), 1089: Saepius locutum, nunquam me
tacuisse poenitet. „Oft hefur mig iðrað að hafa talað, en
aldrei að hafa þagað.“ En spakmælið kemur víðar fyrir
í ritum rómverskra höfunda og var upphaflega komið úr
grísku. (Sbr. Smith, Shakespeare’s Proverb Lore, 109.) Til
samanburðar má einnig minna á síðari helminginn í Dis-
ticha I 12:
Rumores fuge neu studeas novus auctor haberi;
nam nulli tacuisse nocet, nocet esse locuttun.
„Forðastu kvitt, svo að þú stundir ekki á að vera talinn
höfundur nýtíðinda, því að engan skaðar að hafa þagað,
en að hafa talað er til miska.“
Þýðingin í Hugsvinnsmálum (28) hljóðar svo:
Qll tiðindi,
þau er upp koma,
ræddu eigi fyrstr með firum,
því betra er at þegja
en þat at segja,
sem lýðum reynisk at lygi.