Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 50
48
Hrafnkels sögu, eins og glöggt verður þegar atviksorðun-
um „eigi“ og „ekki“ er sleppt.
Hvort sem bessi málsháttur er af norrænum eða suð-
rænum uppruna, þykir mér rétt að benda á Publilius
(1934), 428: Numquam periclum sine periclo vincitur.
„Hætta er aldrei sigruð nema með hættu.“ En þýðing á
þessu spakmæli kemur fyrir í vísu einni (FjórSa málfræSi-
ritgerSin, 11. kap.): „Hætta verðr á hættu“, og má vel
vera að þar sé um að ræða fyrirmyndina að málshættin-
um í sögunum.
12. Mgrgum mundi betri þykkja skjótr dauði en slíkar hrakn-
ingar, en mér mun fara sem mQrgum Qðrum, at lifit mun
kjósa ef kostr er. Geri ek þat mest sakir sona minna, því at
lítil mun verða uppreist þeira, ef ek dey.
Svo farast Hrafnkatli orð, eftir að Sámur hefur gert
honum tvo kosti, að vera drepinn eða verða sviptur eignum
og mannaforráði og hrakinn austur fyrir Fljótsdalsheiði.
Fyrri hluti málsgreinar er almenns eðlis, og grtmar les-
anda af þeirri ástæðu að hér hggi orðskviður að baki. Þó
þekki ég ekkert spakmæh þar sem skjótur dauði er í and-
stöðu við hrakningu, en hins vegar eru dæmi þess, að
skjótur dauði sé talinn æskilegri en elli. f þessu sambandi
má minna á ViSrœSu æSru ok hugrekkis (Hauksbók, útg.
Finns Jónssonar, 305), sem vitnar í Juvenalis: „Eigi þarf
at óttask skjótan dauða né harðan. Elli þarf at óttask, eigi
dauða, því at elli kvelr en eigi dauði.“ Þetta er lausleg
þýðing á Satura XI 44^5:
Non praematuri cineres nec funus acerbum
luxuriae, sed morte magis metuenda senectus.
Nú hlýtur sú spuming að vakna, hvers konar hlutverki
orðið „skjótur“ gegni í sambandi við orðið „dauða“ í dæm-
unum hér að framan. Lítill vafi getur leikið á um ViS-
rœSu, þar sem „praematurus“ er til leiðbeiningar, enda
bendir andstaðan við „elli“ (senectus) til þess að „skjótur