Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 89
87
synjum hans er búinn til hjálpar eptir megni, svá himna-
konungs sem jarðligs konungs. Með falsi er vinar nafn
nema raun fylgi með sannri vingan.“7
Hér er þarflaust að rekja fleiri setningar úr riti Húgós,
heldur skal nú vikið að Grettlu og athuga þá áherzlu sem
hún leggur á reynslu. Engin önnur Islendingasaga hefm:
jafnmörg spakmæli og setningar þar að lútandi. „Fleira
veit sá, er fleira reynir.“ (38). „Lengi skal manninn
reyna.“ (72). „Þá veit þat, er reynt er.“ (136). „Þú munt
sjálfr gefa þér raun, hverr þú ert.“ (182). „Nú er vel, at
þú gefr sjálf raun, hver þú ert.“ (278). Þrívegis í útlegð
sinni tekur Grettir ókunnan mann til reynslu, og hver
þeirra bregzt að lokum: þeir Grímur og Þórir rauðskeggur
vilja verða honum að bana á Amarvatnsheiði, og í Drang-
ey reynist Þorbjörn glaumur svikari. Nú er það eftir-
tektarvert að einn af löstum Grettis, leti hans, knýr hann
ann Petrus Alfonsi lúta að vináttu, og eru tvö þeirra þýdd í Is-
lendzkum œventýrum í útgáfu Gerings:
„Ne laudes amicum donec
probaveris eum.“ (ii 367)
„Multi sunt dum numerantur
amici, sed in necessitate pauci.
(ii 367)
„Hic est vere amicus qui te
adjuvat, cum mundus tibi de-
ficit.“ (ii 365)
„Lofa engan fyrr en þú hefir
reyndan hann.“ (i 164)
„Margir teljask vinir, svá
lengi sem vel gengr, en í
nauðsyn eru þeir fáir.“ (i
165)
Þýðingu vantar í handrit, en
Gering sjálfur snarar þessu
svo: „Sjá er sannr vin er
helpr þér þá er heimrinn
svíkr þik.“ (i 165)
7 Sbr. Jesú Síraksbók xxxvii 1: „Ég er vinur,“ segja allir vinir, „en
margur er ei vinur nema að nafninu," og Publilius Syrus (1934
41): „Amicum an nomen habeas aperit calamitas;“ (1835 887):
„Secundae amicos res parant, tristes probant;" (1934 134): „Cave
amicum credas nisi si quem probaveris." Sjá enn fremur Jesú Sír-
aksbók, vi 5-17; xii 8; xxxvii 1).