Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 71
69
rænum hlutverkum, og er fjarstæða að telja þá söguper-
sónur í venjulegum skilningi. Tilgangur sögunnar var
ekki einvörðungu að lýsa því sem gerðist eða kann að
hafa gerzt, heldur miklu fremur að skemmta áheyrendum
og lesendum, sem er aðalatriði, og einnig að örva menn
til aukins skilnings á sjálfum sér og öðrmn.
Við getum því talað um þrenns konar merkingu eða
gildi Grettlu, eftir því hvort við tökum hana sem lýsingu
á fomum atburðum (sagnfræðileg merking), eða á svip-
aða lund og við njótum annarra listrænna og skemmti-
legra frásagna (skáldskapargildi), ella þá sem dæmisögu
um góða og illa hegðun (siðfræðigildi). Vitaskuld eru
þessir þrír þættir svo haganlega slungnir saman, að venju-
legur lesandi greinir ekki á milli þeirra. Allt um það er
auðvelt að sundurliða þessar þrjár merkingar á ýmsum
stöðum í sögunni, þar sem höfundur leggur meiri áherzlu
á eina þeirra en á hinar tvær. Eins og Guðni Jónsson hef-
ur rakið, þá var höfundur hæði fróður og áhugamikill um
sögu Islendinga og Norðmanna á því tímabili sem hér um
ræðir, enda greinir hann frá ýmsum meiri háttar atburð-
xun með báðum þjóðum, svo sem Hafursfjarðarorrustu,
landnámum, kristnitöku, Nesjaorrustu og kommgaskiptum
og lögsögumanna. Slík atriði eru þegin úr hókum, og þau
gegna meðal annars því hlutverki að skapa eins konar
beinagrind fyrir timatal sögunnar. Og þeir sem leggja
trúnað á söguna í heild munu að sjálfsögðu lesa allar frá-
sagnir hennar sem lýsingar á raunverulegum athurðum.
Skáldskapurinn, sem er rammasti þáttur Grettlu, verður
augljós þegar við herum hana saman við aðrar fomsögur
og raunar einnig bóksögur frá undanförnum öldum: hún
notar ekki einungis ýmiss konar efni og sagnaminni, sem
koma fyrir víðsvegar í gömlum bókmenntum okkar, svo
sem hauggöngur og berserkjadráp, heldur er hún samin
af stakri snilld og skemmtileg aflestrar, með spennu í frá-
sögn og kimni í viðræðum og með öðmm einkennum, sem
heyra góðri hóksögu til. Um siðfræðilegt hlutverk sög-
unnar, sem kennir mönnum hvað skal varast og hvað skal