Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 70
68
einhver tekst á hendur að rannsaka hugmyndir um vin-
áttu í íslenzkum fornbókmenntmn, hlýtur hann ekki ein-
ungis að taka þessi spakmæli til greina, heldur einnig öll
þau atriði í Grettlu, sem varða þetta hugtak.
1 ritum um Grettlu virðist yfirleitt vera gert ráð fyrir
því, að hún styðjist við raunverulega atburði i ævi Grettis,
sem talinn er hafa fæðzt árið 996 og verið veginn 1031,
og minningin un þessa atburði á að hafa varðveitzt síðan
í munnmælum um marga mannsaldra. 1 formálanum að
útgáfu sögunnar í Islenzkum fornritum er staðhæft: „Frá
því að hin eiginlega saga Grettis hefst, má rekja tímatal
sögunnar ár fyrir ár, svo að ekki er um að villast." Er
komizt þar meðal annars að þeirri niðurstöðu, að Grettir
hafi fengizt við Glám afturgenginn 1014-15 og haft vetr-
ardvöl í Þórisdal tíu árum síðar. Þótt viðureign við drauga
og vetrarvist inni í jöklum, þar sem „blendingur" ræður
yfir, séu býsna undarleg fyrirhæri, þykir hefðbundnum
fræðimönnum ekkert við það að athuga, að slíkt hafi
raunverulega gerzt. Nú er tvennt athygli vert um tímatal
þetta í heild, og á raunar svipað við um önnur tímatöl í
íslenzkum fornritum. 1 fyrsta lagi er þar ruglað saman
skáldskap og veruleika, sögupersónum og raunverulegu
fólki. Þótt engin ástæða sé til að efast um, að útlaginn
Grettir Ásmundarson hafi verið uppi á fyrra hluta elleftu
aldar, þá er það hrein fjarstæða að ætla, að hann hafi
unnið öll þau afrek, sem nafni hans í Grettlu leysir af
hendi, jafnvel þótt ekki sé um yfirnáttúrlega og yfirmann-
lega hluti að ræða. Sagnfræðilegt inntak Grettlu er vita-
skuld töluvert, en það varðar yfirleitt aðrar persónur en
Gretti, eins og lauslega verður drepið á síðar. í öðru lagi
er sennilegt, að tilteknar hugmyndir fremur en raunveru-
legir atburðir, séu kveikjan að ýmsum frásögnum í Grettlu,
enda er ekki hægt að taka sumar lýsingarnar hókstaflega,
svo að við hljótum að skýra þær á táknrænan hátt. Glám-
ur afturgenginn, sem raunar er á einum stað kallaður
„óhreinn andi“, og pilturinn í Þrándheimskirkju, sem
freistar Grettis og spillir skírslunni, gegna báðir tákn-