Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 36
34
Enginn vafi getur leikið á þvi, að Disticha Catonis var
notuð í íslenzkum skólum í þann mund, sem höfundur
Hrafnkels sögu stundaði latínunám sitt, enda mun þetta
spekikvæði hafa gegnt sliku blutverki hérlendis allt frá
því að kennsla hófst í Skálholti og Haukadal á síðara hluta
elleftu aldar og fram á hina nítjándu. Elzta tilvitnunin til
Disticha í íslenzku riti er frá þvi um miðja tólftu öld:
höfundur Fyrstu málfræSiritgerÖarinnar tekur úr þvi
glefsu með íslenzkri þýðingu.18 Af bókaskrá í máldaga
Viðeyjarklausturs frá lokum fjórtándu aldar má ráða að
Disticha hafi verið notuð þar sem kennsluhók.19 Kvæðinu
var þrívegis snarað á íslenzku í bundið mál: af tveimur
seytjándu aldar skáldum, þeim Jóni Bjamasyni og Bjama
Gizurarsyni, og löngu fjrrr undir heitinu Hugsuinnsmál
af óþekktum höfundi eða höfundum. Hugsvinnsmál em
venjulega talin vera frá þrettándu öld, en vera má, að
það sé eldra að stofni en gert hefur verið ráð fyrir; er
eðlilegast að ætla að þýðingin hafi verið gerð í því skyni
að hjálpa piltum við latínunám og að kenna þeim heilræði,
enda mun kvæðið hafa gegnt báðum þessum hlutverkum
fram eftir öldum. Sennilegt má þykja, að kvæðið hafi
verið lengi í sköpun: með sífelldri notkun í skólum mun
það hafa sætt ýmsum breytmgum og lagfæringum, svo að
nú má heita ógerningur að ráða upphaflega gerð þess af
varðveittum handritum, enda em flest þeirra ung og býsna
sundurleit að orðalagi. 1 þessu sambandi er vert að minn-
ast Fyrstu málfrceðiritgerSarinnar, en þýðing hennar á
setningu úr Disticha er svipuð Hugsvinnsmálum að hugs-
un, þótt orðin séu önnur,20 og má vel vera, að íslenzka
kvæðið sé unnið upp úr þýðingu í óbundnu máli. Hvað
18 The First Grammatical Treatise . . . edited by Hreinn Benedikts-
son (Reykjavík 1972), 226 og 228.
19 Halldór Hermannsson, The Hólar Cato: An lcelandic Schoolbook
of the seventeenth century (Islandica, XXXIX, 1958) xvi, þar sem
vísað er til frumheimildar.
20 Sjá grein mina “Sermo datur cunctis. A leamed element in Grettis
saga”, Arkiv för nordisk filologi 94 (1979), 90-94.