Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 36

Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 36
34 Enginn vafi getur leikið á þvi, að Disticha Catonis var notuð í íslenzkum skólum í þann mund, sem höfundur Hrafnkels sögu stundaði latínunám sitt, enda mun þetta spekikvæði hafa gegnt sliku blutverki hérlendis allt frá því að kennsla hófst í Skálholti og Haukadal á síðara hluta elleftu aldar og fram á hina nítjándu. Elzta tilvitnunin til Disticha í íslenzku riti er frá þvi um miðja tólftu öld: höfundur Fyrstu málfræSiritgerÖarinnar tekur úr þvi glefsu með íslenzkri þýðingu.18 Af bókaskrá í máldaga Viðeyjarklausturs frá lokum fjórtándu aldar má ráða að Disticha hafi verið notuð þar sem kennsluhók.19 Kvæðinu var þrívegis snarað á íslenzku í bundið mál: af tveimur seytjándu aldar skáldum, þeim Jóni Bjamasyni og Bjama Gizurarsyni, og löngu fjrrr undir heitinu Hugsuinnsmál af óþekktum höfundi eða höfundum. Hugsvinnsmál em venjulega talin vera frá þrettándu öld, en vera má, að það sé eldra að stofni en gert hefur verið ráð fyrir; er eðlilegast að ætla að þýðingin hafi verið gerð í því skyni að hjálpa piltum við latínunám og að kenna þeim heilræði, enda mun kvæðið hafa gegnt báðum þessum hlutverkum fram eftir öldum. Sennilegt má þykja, að kvæðið hafi verið lengi í sköpun: með sífelldri notkun í skólum mun það hafa sætt ýmsum breytmgum og lagfæringum, svo að nú má heita ógerningur að ráða upphaflega gerð þess af varðveittum handritum, enda em flest þeirra ung og býsna sundurleit að orðalagi. 1 þessu sambandi er vert að minn- ast Fyrstu málfrceðiritgerSarinnar, en þýðing hennar á setningu úr Disticha er svipuð Hugsvinnsmálum að hugs- un, þótt orðin séu önnur,20 og má vel vera, að íslenzka kvæðið sé unnið upp úr þýðingu í óbundnu máli. Hvað 18 The First Grammatical Treatise . . . edited by Hreinn Benedikts- son (Reykjavík 1972), 226 og 228. 19 Halldór Hermannsson, The Hólar Cato: An lcelandic Schoolbook of the seventeenth century (Islandica, XXXIX, 1958) xvi, þar sem vísað er til frumheimildar. 20 Sjá grein mina “Sermo datur cunctis. A leamed element in Grettis saga”, Arkiv för nordisk filologi 94 (1979), 90-94.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.