Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 15
13
öruggar heimildir fyrir slíku — og þvi næst að einangra
þau atriði í sögimni, hvort sem um er að ræða einstök orð,
setningar, hugmyndir eða athafnir, sem hafa hugtakið að
geyma. En nú er vafasamt að hægt sé að kalla nokkrar
persónur sögunnar fulltrúa hetjuskapar nema þá helzt þau
Eyvind Bjarnason og ónefnda griðkonu á Hrafnkelsstöðum.
Nær það vitaskuld engri átt að láta orð þeirra og athafnir
ráða mestu um túlkun okkar á siðrænum viðhorfum höf-
undar. Auk þess lætur höfundur gagnstæðar skoðanir
koma skýrt fram í samtölum, svo að með hetjuskapinn er
í rauninni farið sem óæskilegt viðhorf. Sagan minnist
hvergi á forlög, og er því engin ástæða að ætla að höfund-
ur hafi trúað á þau, þótt Sigurður Nordal staðhæfi að svo
hafi verið. Túlkanir á Hrafnkels sögu sem rugla saman
verkinu sjálfu og rómantískum hugmyndum nm söguöld
geta aldrei orðið meira en kák og gagnslitlar bollaleggingar.
Hins vegar verður allt annað upp á teningnum þegar sag-
an er rannsökuð skipulega og dregnar af henni ályktanir
sem hægt er að staðfæra með því að vitna i orð hennar
sjálfrar og hera þau saman við ríkjandi hugmyndir á
þrettándu öld, enda hefur verið sýnt að hugtakaforði henn-
ar er óvenju auðugur af íslenzkri fomsögu að vera: ágirnd,
ást, freisting, frjáls vilji, gagnsemi (nytsemd), gœfa, hefnd,
hreysti, hugarbót (huggun), iÖrun, lítillœkkun, lítillœti,
miskunn, nauSsyn, ofmetnaSur, ofmœlgi, ofsi, óhóf, óhlýðni,
refsing, réttlæti, sakieysi, samuS, seiling, sjálfsþekking,
vinsœld, virÖing, vizka, þjáning og ýmis hugtök önnur
setja svip sinn á þetta merkilega listaverk.3 Engin leið er
að gera grein fyrir þeim til hlítar nema höfð sé hliðsjón
af siðfræðikerfi húmanismans á tólftu og þrettándu öld,4
en eins og alkunnugt er, átti það rætur sínar að rekja til
3 Sjá rit mitt SiSfræSi Hrafnkels sögu (Reykjavík 1966). Yfirleitt
hef ég reynt að endurtaka sem minnst úr því á þessum vettvangi.
Sum vandamálin sem ég glimi við hér hef ég gert að umtalsefni
þar, þótt slíks sé sjaldan getið.
4 Um hugtakið „húmanismi" í þessu sambandi, sjá einkum W. R.
Southem, Medieval Humanism and Other Studies (Oxford 1970).