Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 61
59
Þessi ítrekun um hve hættulegt er að deila við Hrafnkel
fær stuðning af viðbrögðum Hrafnkels sjálfs, eftir að mál-
ið hefur verið sótt í dóm: „Hafði hann í hug sér at hann
skyldi leiða smámQnnum at sœkja mál á hendr sér ok ætl-
aði at hleypa upp dóminum fyrir Sámi ok hrekja hann af
málinu.“ Og jafnvel þegar Hrafnkell er orðinn sekur, var-
ar Þorgeir Sám við hættunni: „ . . . þú munt ætla at ríða
heim ok setjask í bú þitt, ef þú náir at bezta kosti. Get ek
at þú hafir þat svá þinna mála, at þú kallir hann skógar-
mann þinn. Slíkan œgishjálm get ek at hann beri af flest-
um sem áðr, nema þú hljótir at fara nokkuru lægra.“
Hættan er ekki liðin hjá, og í rauninni bíðum við eftir
því að Sám setji niður, enda hljóða lokaorð Hrafnkels eftir
ósigur Sáms á þessa lund: „ . . . minn undirmaðr skaltu
vera, meðan við lifum báðir. Munt þú ok til þess ætla
mega, at þú munt lægra fara verða en fyrr.“ Sá sem upp-
hefur sig mun niðurlægður verða, enda er það algerlega
í samræmi við feril slíkrar manngerðar í dæmisögum, að
honum lýkur með fullum ósigri, þótt Sámur sjálfur átti
sig ekki á hættunni, eins og bert er af svari hans við varn-
aðarorðum Þorgeirs: „Aldrei hirði ek þat.“
Eftir dóminn á Alþingi hlakkar Sámur yfir úrslitum:
„Beðit þykki mér Hrafnkell hafa þá sneypu, at lengi mun
uppi vera svívirðing þessi.“ Sámnr skilur ekki hve hald-
lítill sigurinn er, og á hinn bóginn er hann farið að muna
í auðæfi Hrafnkels. Lesenda kemur í hug formáli að fornri
dæmisögu (Fabulae Aviani, V, ,De asino pelle leonis in-
duto‘):
Metiri se quemque decet propriisque iuvari
laudibus, alterius nec bona ferre sibi,
ne detracta gravem faciant miracula risum,
coeperit in solitis cum remanere malis.
„Hver maður á að meta sig rétt, vera ánægður með sínar
eigin virðingar og taka sér ekki eigur annarra, svo að
glötun slikrar dýrðar geri hann ekki að miklu athlægi
þegar hann situr eftir í sinum venjulegu nauðum.“ 1