Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 76
74
vgrnuð býðr.“ Og á hinn bóginn ber það ekki vitni um
traust milli vina, þegar þagað er yfir því, sem miður fer:
„Esa sá vinr es vilt eitt segir“ hljóðar ein setning í Háva-
málum (124), og í Eglu er kveðið skýrt að orði: „Segjanda
er allt símnn vin.“ (150. bls.)
f Hugsvinnsmálum (25) segir á þessa limd:
Ef þú vin átt,
þann þér vildr sé,
fýs þú hann gott at gera.
Orða þinna
þótt hann óþokk kunni,
þó skaltu hann við vanuni vara.
En þar er um að ræða lauslega þýðingu á Disticha Catonis
(I 9):
Cum moneas aliquem nec se velit moneri,
si tibi sit carus, noli desistere coeptis.
f Orðskviðum Publiliusar Syrusar (1934, 625) er svo
að orði kveðið, að þú munir hata þann mann sem þú annt,
nema þú gefir honum áminningu:
Quem diligas, ni recte moneas, oderis.
VerSr þat er varir,
ok svá hitt, er eigi varir. (41)
Sundurleitar gerðir af þessum orðskvið eru kunnar af
ýmsum fomritum: „Nú verðr sumt, þat er mangi varir.“
MálsháttakvæSi, 25. — „Margt gengr verr en varir.“
Hávamál, 40. — „Margan þat sœkir, er minnst varir.“
Sólarljóð, 8. — „Þat er satt sem mælt er, at margan hend-
ir þat, er minnst varir.“ Orkneyinga saga, 30. kap. —
„Verðr mjgk mQrgu sinni / þat’s mirmst varir sjálfan.“
Ragnars saga IdSbrókar, 15. kap.
Málshátturinn gæti verið kominn úr latínu: „Insperata
accidunt magis sæpe, quam quæ speres.“ Plautus, Mos-
tellaria, I 197. (Walther, 12519).
Hér má einnig minna á talshætti í Jómsvíkinga sögu