Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 105
103
en bróðir hans og mágkona velja sér einangrun af frjáls-
um vilja í því skyni að bæta fyrir syndir sínar. „Hafa þat
flestir menn sagt, at Þorsteinn drómundr ok kona hans
Spes þykkja verit hafa inir mestu gæfumenn, ór því sem
ráða var.“ (289) Gæfa þeirra hlýzt af því, að þau bæta
það sem þau höfðu áður misgert.
V.
TUNGA ER HÖFUÐS BANI
Fjórir bölvaldar Grettis heita Þorbjörn, og er þó hver
þeirra með sínu móti og sérkenndur með viðumefni, sem
á einkar vel við. Þorbjöm öxnamegin „var allra manna
sterkastr“ og „garpr mikill . . . eigi þótti hann dæll
maðr.“ (100—101) Þorbjöm ferðalangur, frændi og félagi
öxnamegins var „tilfyndinn ok fór með dáruskap til ým-
issa manna . . . ok þótti hann lítt bœta um fyrir“ nafna
sínum og frænda. Þorbjöm glaumur „var einhleypr maðr
ok nennti ekki at vinna ok skramaði mikit, ok var hent
at honum gaman mikit eða dámskapr af sumum mpnn-
um . . . En með því at þessi maðr var umfangsmikill ok
inn mesti gámngr, átti hann kenningarnafn ok var kall-
aðr glaumr." Þorbjörn öngull „var mikill maðr ok sterkr
ok harðfengr ok ódæll ... I œsku hafði hann verit ill-
fengr ok ófyxirleitinn“, og hann varð raunar stjúpmóður
sinni að bana. Síðan varð öngull „mestr óeirðamaðr“.
Nú er það eftirtektarvert, að hver þessara fjögurra manna
hefur tiltekinn eiginleika sameiginlegan með Gretti, þótt
hann beri langt af þeim og sé vitaskuld frábmgðinn þeim
að öðm leyti. Garpskapur öxnamegins, ófyrirleitni öng-
uls, leti Glaums og kerskni Ferðalangs eiga sér hliðstæð-
ur í fari Grettis sjálfs. Hitt skiptir að sjálfsögðu mestu
máli, að einstakir eðlisþættir eru lítilvægari í sjálfum sér
en hvernig þeir em slungnir saman í því skyni að skapa
sérstæðan persónuleika, sem hvergi á sinn líka.