Studia Islandica - 01.06.1981, Síða 70

Studia Islandica - 01.06.1981, Síða 70
68 einhver tekst á hendur að rannsaka hugmyndir um vin- áttu í íslenzkum fornbókmenntmn, hlýtur hann ekki ein- ungis að taka þessi spakmæli til greina, heldur einnig öll þau atriði í Grettlu, sem varða þetta hugtak. 1 ritum um Grettlu virðist yfirleitt vera gert ráð fyrir því, að hún styðjist við raunverulega atburði i ævi Grettis, sem talinn er hafa fæðzt árið 996 og verið veginn 1031, og minningin un þessa atburði á að hafa varðveitzt síðan í munnmælum um marga mannsaldra. 1 formálanum að útgáfu sögunnar í Islenzkum fornritum er staðhæft: „Frá því að hin eiginlega saga Grettis hefst, má rekja tímatal sögunnar ár fyrir ár, svo að ekki er um að villast." Er komizt þar meðal annars að þeirri niðurstöðu, að Grettir hafi fengizt við Glám afturgenginn 1014-15 og haft vetr- ardvöl í Þórisdal tíu árum síðar. Þótt viðureign við drauga og vetrarvist inni í jöklum, þar sem „blendingur" ræður yfir, séu býsna undarleg fyrirhæri, þykir hefðbundnum fræðimönnum ekkert við það að athuga, að slíkt hafi raunverulega gerzt. Nú er tvennt athygli vert um tímatal þetta í heild, og á raunar svipað við um önnur tímatöl í íslenzkum fornritum. 1 fyrsta lagi er þar ruglað saman skáldskap og veruleika, sögupersónum og raunverulegu fólki. Þótt engin ástæða sé til að efast um, að útlaginn Grettir Ásmundarson hafi verið uppi á fyrra hluta elleftu aldar, þá er það hrein fjarstæða að ætla, að hann hafi unnið öll þau afrek, sem nafni hans í Grettlu leysir af hendi, jafnvel þótt ekki sé um yfirnáttúrlega og yfirmann- lega hluti að ræða. Sagnfræðilegt inntak Grettlu er vita- skuld töluvert, en það varðar yfirleitt aðrar persónur en Gretti, eins og lauslega verður drepið á síðar. í öðru lagi er sennilegt, að tilteknar hugmyndir fremur en raunveru- legir atburðir, séu kveikjan að ýmsum frásögnum í Grettlu, enda er ekki hægt að taka sumar lýsingarnar hókstaflega, svo að við hljótum að skýra þær á táknrænan hátt. Glám- ur afturgenginn, sem raunar er á einum stað kallaður „óhreinn andi“, og pilturinn í Þrándheimskirkju, sem freistar Grettis og spillir skírslunni, gegna báðir tákn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.