Studia Islandica - 01.06.1981, Page 60

Studia Islandica - 01.06.1981, Page 60
58 anburðar má minna á ummæli í sögu einni af útlendum uppruna, eins og rakið verður í síðari ritgerðinni í sam- bandi við orð öngulsfóstru, að fátt sé „vísara til ills en kunna eigi gott að þiggja-“ Annar þáttur í heimsku Þorbjarnar er „að þykjast jafn- menntur“ Hrafnkatli með því að vilja leggja mál þeirra í gerð. En eftir að Sámur er tekinn við málinu, leikur eng- inn vafi á hver gegnir hlutverki þeirrar manngerðar sem klífur hærra en rétt þykir. Sámur keppir við yfirmann sinn, hrifsar eigur hans og upphefur sjálfan sig. 1 eptir- mála að einni dæmisögu Esóps (Fabulae Aesopicae, CCCLXXVIII, ,Bos et Rana1)24 eru smámenni vöruð við að deila við sér meiri menn: Fabula ostendit, parvis cum magnis contendere summopere esse periculosum. „Dæmi- sagan sýnir, að smámennum er það firnaháski að keppa við stórmenni.“ Sú hætta sem Sámur tekst á hendur með því að deila við Hrafnkel á sér enga sannanlega stoð í ís- lenzkri réttarsögu, en í listaverkinu er hún mikilvægt atriði, enda er þrívegis að henni vikið. „Þungt get ek at deila kappi við Hrafnkel um málaferli,“ segir Sámur við Þorbjörn heima í Hrafnkelsdal. Á þingi bregðast þeim vonir um hjálp frá höfðingjum: „Enginn kvazk svá gott eiga Sámi upp at gjalda, at ganga vildi í deild við Hrafn- kel ok hætta svá sinni virðingu; segja þeir einn veg hafa í flestum stQðum farit, er menn hafa þingdeilur átt við Hrafnkel, at hann hefir alla menn hrakit af málaferlum, þeir er við hann hafa átt.“ Þorgeir tekur í sama streng í viðræðum við bróður sinn: „Svá mun mér fara sem Qðrum, at ek veit mér þessum mQnnum ekki eiga gott at launa, svá at ek vili ganga í deilur við Hrafnkel. Þykki mér hann einn veg fara hvert sumar við þá menn sem málum eigu at skipta við hann, at flestir muni litla virðing af fá eða ongva áðr lýkr, ok sé ek þar fara einn veg Qllrnn; get ek af því flesta ófúsa til, þá sem engi nauðsyn dregr til.“ 24 Af fomum dæmisögura hef ég notað tvær útgáfur: Fabulae Aesopi- cae, útg. Fransiscus de Furia (Leipzig 1810) og Fabulae Aviani í Minor Latin Poets (sjá 11. athugasemd hér að framan).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.