Studia Islandica - 01.06.1981, Page 113

Studia Islandica - 01.06.1981, Page 113
111 VI. BJARGVÆTTIR Tvivegis í Grettlu bjargar kona hetju frá bráðum dauða: Þorbjörg digra Gretti úr gálga i Vatnsfirði og síðar Spes Þorsteini drómundi úr dyflizu suður í Miklagarði. Hér er um að ræða atriði, sem eiga sér ýmsar hliðstæður í öðrum bókmenntum, enda eru litlar ástæður til að gera ráð fyrir því, að atvik þessi styðjist við raunverulega atburði. Um athafnir Spesar hefur ýmislegt fróðlegt verið ritað, og leikm- lítill vafi á, að lýsingin á tvíræðum eiði hennar er sótt í Tristrams sögu, en á hinn bóginn mun frásögnin af björgun Þorsteins úr myrkvastofu eiga sér aðrar fyrir- myndir, og má benda á dæmi til samanburðar. I Maríu sögu (203-7) er þáttur af klerki einum, sem á það sameiginlegt með Þorsteini drómundi að vera söng- maður og raddmaður mikill, og á það fyrir báðum að liggja að lenda í dyflizu; þar beita þeir röddinni, og þá kemur kona og frelsar bandingjann. I Maríu sögu er það vita- skuld hin heilaga mær, sem bjargar klerknum, enda er hún andleg ástkona hans, en i Grettlu verður Spes bráð- lega ástmær Þorsteins og síðan eiginkona, þótt þau skilji samvistir að lokum og gangi i helgan stein, en þá mun María væntanlega hafa orðið andleg ástmær Þorsteins. Önnur frásögn í Maríu sögu (Frá pentúr einum, 555- 66) gerist í Miklagarði eins og Spesar þáttur. Þar er lýst málara einum, sem er ranglega fundinn sekur um þjófnað og settur „í fúla myrkvastofu“, sem óneitanlega minnir á Þorstein, sem látinn var „í myrkvastofu í dyflizu eina . . . Þar var bæði fúlt og kalt.“ (273-4) María heimsækir mál- arann í dyflizuna og gefur honrnn magnað klæði, sem hlífir honum við höggum óvina hans. Síðar leysir hún málarann úr prísund og setur fjandann í f jötrana í myrkva- stofunni, svo að garðsbóndi, sem taldi málarann vera þjóf,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.