Studia Islandica - 01.06.1981, Síða 118

Studia Islandica - 01.06.1981, Síða 118
116 inn í báðum sögum, þótt afleiðingar séu með ólíkum hætti. Af fóstbræðravígum í fornum bókmenntum vorum er tveim lýst á þá lund, að þar hlýtur að vera um rittengsl að ræða. Eftir að Bolli hefur drepið Kjartan (Laxdœla); segir sagan: „Bolli settisk þegar undir herðar honum, ok andaðisk Kjartan í knjám Bolla; iðraðisk Bolli þegar verks- ins.“ (49. kap.). Hliðstæð frásögn er í Vopnfirðinga sögu af Bjama, eftir að hann hefur veitt Geiti banahögg: „Ok jafnskjótt ok hann hafði hgggvit Geiti, þá iðraðisk hann ok settist undir hgfuð Geiti, ok andaðisk hann í knjám Bjama.“ (14. kap.). Hér virðist önnur sagan hafa haft áhrif á hina, þótt ekki verði reynt að sinni að leysa úr þeirri gátu, hvor sé þiggjandi og hvor veitandi. Skýring- ar á samkennum austfirzkra og vestfirzkra sagna geta vitaskuld verið ýmsar, svo sem sameiginlegar arfsagnir og munnmæli, en yfirleitt em þær þess eðlis, að bókræn áhrif fremur en munnlegar sagnir hljóta að liggja hér til grundvallar. Því er freistandi að gera ráð fyrir rituð- um frásögnum, sem bárust úr einum landsfjórðungi í ann- an og örvuðu höfunda til að semja hliðstæðar lýsingar af mönnum og atburðum í eigin átthögum. Með Grettlu og einni af sunnlenzku sögunum, Orms þætti Stórólfssonar, eru svo skýr samkenni, að gera verð- ur ráð fyrir beinum áhrifum annarrar hvorrar á hina. Guðni Jónsson (íslenzk fornrit VII xxix) telur, að höf- undur Grettis sögu kunni að hafa þekkt „sagnir um afl- raunir Orms og Þórálfs Skólmssonar“, og þessari hug- mynd til stuðnings vitnar hann til sögunnar (187): „En þat er flestra manna ætlan, at Grettir hafi sterkastr verit á landinu, síðan þeir Ormr Stórólfsson ok Þórálfr Skólms- son lQgðu af aflraunir.“ Með orðinu „sagnir“ virðist Guðni Jónsson hafa átt við munnmæli, en hér er þó rétt að fara varlega í sakimar. 1 fyrsta lagi virðist næsta málsgrein í Grettlu eiga rætur sinar að rekja til Bjarnar sögu Hítdœla- kappa, og er því ekki ósennilegt, að svipuðu máli gegni um önnur atriði í 58. kafla Grettis sögu:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.