Hugur - 01.01.2018, Page 17

Hugur - 01.01.2018, Page 17
 Vitnisburðarranglæti 17 þá lýsir hann sumum af þeim háttum valdbeitingar á alfarið formgerðarbundinn hátt. Breytingar sem þessar eru afleiðing af kerfi valdatengsla sem líta verður á sem heild og stoðar lítt að skýra út frá því valdi sem ákveðnir gerendur (persónur eða stofnanir) búa yfir. Enn fremur er í tilviki alfarið formgerðarbundinnar vald- beitingar mjög við hæfi að líta svo á að fólk virki meira eða minna sem „miðlar“5 valds frekar en sem beitendur eða viðfang valds, enda er félagsvaldið þá án ger- anda þar eð það dreifist vítt og breitt um félagskerfið. Því ættum við að segja að annars vegar beiti einn eða fleiri gerendur (með virkum eða óvirkum hætti) einn eða fleiri félagslega gerendur félagslegu valdi, og hins vegar er til valdbeiting sem er alfarið formgerðarbundin og því svo að segja gerandalaus. En jafnvel þegar gerandi býr að baki valdbeitingu er vald formgerðarbundið fyrirbæri vegna þess að það hvílir alltaf á samstilltri verkaskiptingu félagslegra gerenda. Eins og Thomas Wartenberg hefur fært rök fyrir, velta tvenndar-valda- tengsl á samhæfingu „félagslega annarra“ og á því að þeir séu í þeim skilningi „félagslega staðsettir“, eins og hann kemst að orði.6 Sýna mætti að vald er fé- lagslegt með nokkuð almennum hætti í ljósi þess hvað félagslegt samhengi er mikilvægt í heild sinni: sérhver valdbeiting byggist á því að hún sé hluti af virkum félagsheimi – sameiginlegum stofnunum, sameiginlegri merkingu, sameiginleg- um væntingum o.s.frv. Það sem Wartenberg hefur í huga er þó afmarkaðra, því hann heldur því fram að sérhver valdatengsl þurfi nauðsynlega að vera samtengd athöfnum einhvers tiltekins aðila í samfélaginu. Dæmið sem hann tekur er af því valdi sem háskólakennari hefur yfir nemendum sínum með því að gefa þeim einkunn. Vitaskuld hvílir þetta vald almennt á félagslegu heildarsamhengi há- skólastofnana, viðmiðum um einkunnagjöf o.fl. En það veltur enn frekar á því að það sé samtengt athöfnum þröngs hóps félagslegra aðila, til að mynda mögu- legra vinnuveitenda sem taka mið af einkunnum. Án þessarar samstillingar við athafnir ákveðins hóps annarra félagslegra gerenda hefðu athafnir kennarans engin áhrif á hegðun nemendanna þar eð einkunnagjöf hennar breytti engu um framtíðarmöguleika þeirra. Samstilling í þessum seinni og afmarkaðri skilningi leggur grunninn að þeirri félagslegu „hópaskipan“ sem er öllum valdatengslum nauðsynleg. Eða öllu heldur samanstanda valdatengslin að hluta til af þessari fé- lagslegu hópaskipan. Wartenberg hefur greinilega rétt fyrir sér hvað þetta varðar. Hann gerir okkur einnig betur kleift að skilja hvað sé rétt við hugmynd Foucaults um vald sem dreift „netkennt skipulag“ enda þótt þetta sýni ef til vill að fullyrðing hans um að vald sé „aldrei í höndum neins“ séu ýkjur.7 Stakur kennari býr vissulega yfir því (London: Penguin Books, 1977), 256; bókin birtist upphaflega á frönsku sem Surveiller et punir: Naissance de la prison (París: Éditions Gallimard, 1975). 5 „[Einstaklingar] eru ávallt í þeirri stöðu að lúta valdi um leið og þeir beita því. … Með öðrum orðum eru einstaklingar miðlar valds en ekki miðdepill valdbeitingar“ (Michel Foucault, Power/ Knowledge: Selected Interviews and Other Writings 1972–1977, ritstj. C. Gordon, þýð. C. Gordon, L. Marshall, J. Mepham og K. Soper (Hemel Hempstead: Harvester Wheatsheaf, 1980), 198). 6 Thomas E. Wartenberg, „Situated Social Power“, í T. Wartenberg (ritstj.), Rethinking Power (Al- bany, NY: State University of New York Press, 1992), 79–101. 7 „[Vald] er aldrei staðsett hér eða þar, aldrei í höndum neins, þess er aldrei aflað eins og vöru eða auðs. Valdi er beitt í gegnum netkennt skipulag. Og ekki aðeins flæða einstaklingar milli þráða Hugur 2018meðoverride.indd 17 24-Jul-18 12:21:21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.