Hugur - 01.01.2018, Side 26

Hugur - 01.01.2018, Side 26
26 Miranda Fricker komst að því hver starfsgrein hans væri í raun. En þó væri það óréttlæti í aðeins mjög veikum skilningi og það svo mjög að einungis væri um að ræða skuggann af þeirri siðferðilegu og pólitísku merkingu sem við vanalega gefum orðinu og ekkert væri lengur siðferðilega rangt við það. Þetta er umfram allt spurning um hugtakaskilgreiningu og ef einhverjir eru á öðru máli, er þeim velkomið að líta á sakleysislegar villur sem veik tilvik vitnisburðarranglætis. Sjálf mun ég aftur á móti nota það um tilvik þar sem eitthvað er siðferðilega rangt við mistök hlust- andans. Hvað eigum við þá að segja um trúverðugleikahalla sem hlýst af siðferðilega sakleysislegum en þekkingarlega vítaverðum villum? Ef við skoðum aftur síðasta dæmið og breytum því þannig að heimspekingur okkar geri sömu mistök vegna þess hvað leit hennar á netinu var flaustursleg, þá tel ég að við komumst að því að njóti viðmælandi hennar ekki viðeigandi trúverðugleika í augum hennar sé það enn sem fyrr ekki dæmi um vitnisburðarranglæti. Óeðlilega rýrt álit hennar á trúverðugleika hans er hvorki móðgun við hann sem þekkingarveru né grefur það undan stöðu hans sem slíks, því að hún hefur einfaldlega gert asnaleg mis- tök. Þótt villa hennar sé þekkingarlega vítaverð, er hún það ekki siðferðilega og það virðist varna því áfram að trúverðugleikahallinn sem af því hlýst jafnist á við vitnisburðarranglæti: Mistök sem eru ekki siðferðilega ámælisverð geta hvorki grafið undan mælandanum né valdið honum neinum órétti. Svo virðist sem það sem er siðferðilega eitrað í vitnisburðarranglæti hljóti að eiga sér rætur í einhverju siðferðilegu eitri í dómi hlustandans og ekkert slíkt er að finna svo lengi sem villa hlustandans er siðferðilega ekki vítaverð. Tilgátan sem ég vil setja fram er að umrætt eitur sé fólgið í fordómum. Frá ólíkum tímum í sögunni mætti taka ótal dapurleg dæmi um hvernig fordómar skipta augljóslega máli við mat á trú- verðugleika, svo sem sú hugmynd að konur hugsi ekki rökrétt, blökkumenn séu ekki eins greindir og hvítir, verkalýðurinn siðferðilega vanþróaðri en efri stéttir, gyðingar séu slægir, Austurlandabúar útsmognir … o.s.frv. í meinlegri upptaln- ingu á klisjum sem meiri eða minni líkur eru á að liti mat á trúverðugleika á ólík- um söguskeiðum. En svo við notumst ekki við svo óhefluð efni í heimspekilegri rannsókn skulum við huga að dæmi úr bókmenntum um sögulega raunsannan skáldskap. Dæmið er sótt í skáldsögu Harper Lee, To Kill a Mockingbird. Við erum stödd árið 1935 í dómsal í Maycomb-sýslu í Alabama-ríki. Sakborningurinn er ungur þeldökkur maður að nafni Tom Robinson. Honum er gefið að sök að hafa nauðgað hvítri stúlku, Mayellu Ewell, en á leið sinni til vinnu gengur Tom daglega framhjá niðurníddu húsi Ewell-fjölskyldunnar sem staðsett er við bæjarjaðarinn, á mörk- unum milli byggðar hvítra og svartra. Fyrir lesanda og öllu nokkuð fordóma- lausu fólki í dómsal liggur í augum uppi að Tom Robinson er alsaklaus. Atticus Finch, háttvís verjandi hins ákærða, hefur nefnilega fært óyggjandi rök fyrir því að Robinson gæti ekki hafa barið stúlkuna og valdið þeim sárum og marblettum sem hún hlaut sama dag, því að til þess hefði hann þurft að berja hana með vinstri hendi. Tom Robinson hefur aftur á móti ekki getað hreyft vinstri hönd sína síðan hann slasaðist við vélavinnu þegar hann var ungur drengur. Við málsreksturinn Hugur 2018meðoverride.indd 26 24-Jul-18 12:21:22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.