Hugur - 01.01.2018, Side 30

Hugur - 01.01.2018, Side 30
30 Miranda Fricker burðarranglætis sem ég er að reyna að draga upp heimspekilega mynd af. Í fyrstu tilraun gætum við freistast til þess að lýsa því sem fordómakenndum trú- verðugleikahalla. En þótt nýta mætti slíkt hugtak sem almenna skilgreiningu á vitnisburðarranglæti, tekur það ekki til grundvallarþáttar í þeirri tegund vitn- isburðarranglætis sem Tom er beittur. Nú geta alls kyns fordómar valdið trú- verðugleikahalla en þar sem vitnisburðarranglætið sem af honum hlýst er mjög staðbundið, rúmar sá skilningur á því ekki þá kerfislægu félagslegu þýðingu sem mál Toms Robinson augljóslega hefur. Ímyndum okkur til að mynda (ögn breytt dæmi sem ég hef frá raunvísindamanni) ritnefnd vísindatímarits sem hefur kreddukennda fordóma gagnvart ákveðinni rannsóknaraðferð. Væntanlegur höf- undur efnis í tímaritinu hefði fullt tilefni til þess að kvarta yfir því að höfundar sem setja fram tilgátur á grundvelli þessarar lítt metnu aðferðar njóti minni trú- verðugleika hjá fordómafullri ritnefndinni. Fordómarnir eru þá þess eðlis að þeir valda raunverulegu vitnisburðarranglæti (skrif eru jú ein tegund vitnisburðar). Enda þótt slíkt vitnisburðarranglæti geti skaðað feril væntanlegra höfunda og jafnvel þróun vísinda, verður að viðurkennast að áhrif þess á líf viðkomandi eru væntanlega mjög afmörkuð. Með öðrum orðum verða fordómarnir sem um ræðir (gegn ákveðinni vísindalegri aðferð) ekki til þess að gera þá sem þeir beinast gegn berskjaldaða fyrir annars konar ranglæti (lagalegu, efnahagslegu, stjórnmálalegu). Við getum sagt sem svo að vitnisburðarranglætið sem af þeim hlýst sé tilfall andi. Aftur á móti má með rétti lýsa tilvikum um vitnisburðarranglæti sem tengj- ast, í gegnum sameiginlega fordóma, annars konar óréttlæti sem kerfisbundn um. Kerfisbundið vitnisburðarranglæti stafar því ekki einungis af fordómum heldur nánar tiltekið af þeim fordómum sem „elta“ þolandann eftir ólíkum víddum sam- félagsstarfsemi – á sviði efnahagslífs, menntunar, atvinnulífs, kynlífs, laga, stjórn- mála, trúarbragða o.s.frv. Þegar fordómarnir elta mann er ekki aðeins meiri hætta á að verða fyrir vitnisburðarranglæti heldur einnig alls kyns öðru óréttlæti. Því er það svo að þegar slíkir fordómar valda vitnisburðarranglæti tengist það með kerfisbundnum hætti alls kyns öðru raunverulegu og hugsanlegu óréttlæti. Það vitnisburðarranglæti sem Tom Robinson er beittur er greinilega kerfisbundið, því að kynþáttakúgun útsetur hann fyrir ótal gerðum óréttlætis utan þess vitnis- burðartengda. Kerfisbundið vitnisburðarranglæti er það sem við munum gera hér að meginviðfangsefni okkar, enda skiptir það höfuðmáli ef við viljum kanna vægi þekkingarlegs ranglætis í baráttunni fyrir félagslegu réttlæti. Megintegund (eina tegund?) þeirra fordóma sem elta fólk með þessum hætti eru þeir sem tengjast félagslegri ímynd. Við getum nefnt þessa tegund ímyndarfor- dóma. Þeir geta ýmist tekið á sig jákvæða eða neikvæða mynd – fordómar gegn eða í þágu fólks vegna einhvers þáttar í félagslegri ímynd þess – en þar sem við höf um meiri áhuga á dæmum um trúverðugleikahalla en trúverðugleikabólgu mun um við aðeins fást við neikvæða ímyndarfordóma. (Héðan í frá mun ég raunar tala um „ímyndarfordóma“ í skilningi „neikvæðra ímyndarfordóma“.) Í áhrifunum sem ímyndarfordómar hafa á mat hlustanda á trúverðugleika viðmælanda síns birt ist ákveðin beiting ímyndarvalds. Það er vegna þess að þá stafa áhrif ímyndarfor- dómanna af því að einn aðili eða fleiri stjórna því hvað annar aðili gerir – til Hugur 2018meðoverride.indd 30 24-Jul-18 12:21:22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.