Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 35

Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 35
 Til varnar hugsmíðahyggju 35 Sage handbook of qualitative research lýsa Yvonna S. Lincoln, Susan A. Lynham og Egon G. Guba hugsmíðahyggju sem frumspekilegri og þekkingarfræðilegri kenningu sem styður afstæðishyggju um allan sannleika og felur í sér að öll þekk- ing sé huglæg.11 Flestir höfundar nýlegra rita um heimspekilegar undirstöður eigindlegra rann- sókna styðja afstæðishyggju og hafna því að til sé hlutlægur veruleiki og hlut læg þekk ing á honum. Frá þessu eru þó undantekningar eins og til dæmis Steven Eric Krauss, Martyn Hammersley, Joseph A. Maxwell og Tomas Pernecky. Þess ir fjór menningar eru á einu máli um að afstæðishyggja sé ríkjandi í skrifum um rann sóknaraðferðir af þessu tagi. Maxwell talar fyrir munn þeirra allra þegar hann segir að „það sjónarmið sé ríkjandi í skrifum um efnið að eigindlegar rannsóknir krefjist verufræði og þekkingarfræði, sem innifelur í senn hugsmíðahyggju og afstæðishyggju um allan veruleika, og kveður á um að raunveruleikinn sé félagsleg hugsmíð og eigi sér enga tilveru þar fyrir utan“.12 Gegn þessari afstæðishyggju tefla Krauss, Hammersley og Maxwell fram gagnrýninni hluthyggju (e. critical realism) og rökstyðja þá skoðun að fólki, sem vinnur að eigindlegum rannsóknum, sé best að gera ráð fyrir að veruleikinn sé til óháð því hvað fólk hugsar.13 Pernecky lætur sér hins vegar duga að greina og gagnrýna ólíkar kenningar um heimspeki- legar undirstöður eigindlegra rannsókna, án þess að gera upp á milli þeirra. Hann rökstyður þó að slíkar rannsóknaraðferðir geti átt samleið með margs konar frum- speki, þar á meðal vísindalegri hluthyggju (e. scientific realism), og að það geti vel farið saman að beita slíkum aðferðum og leita hlutlægrar þekkingar.14 Rökin sem talsmenn gagnrýninnar hluthyggju færa gegn afstæðishyggju nú um stundir eru sum tilbrigði við gömul stef. Allt frá tímum Platons hafa heimspek- ingar bent á að þeir sem halda fram afstæðishyggju um alla þekkingu falli sjálfir á eigin bragði, því samkvæmt því sem þeir segja er vitneskjan um að öll vitneskja sé afstæð, líka afstæð. Ben Kotzee ræðir þessar ógöngur allrar afstæðishyggju.15 Hann bendir á að þeir sem halda fram menningarlegri afstæðishyggju, af því tagi sem mest ber á í félagsvísindum og hugvísindum, segi í öðru orðinu að það sem er satt innan einnar menningar sé ósatt í öðrum menningarheimum, en geri svo ráð fyrir því, í hinu orðinu, að til séu hlutlæg sannindi um hvernig mannkynið skiptist í ólíka menningarheima og hvað sé satt og ósatt innan þeirra.16 11 Lincoln, Lynham og Guba 2011: 100. 12 Maxwell 2012: viii. 13 Krauss 2005, Hammersley 2008, Maxwell 2012. 14 Pernecky 2016. 15 Kotzee 2010: 181. 16 Afstæðishyggja er ekki eina heimspekilega viðundrið sem finna má í ritum um eigindlegar að- ferðir. Önnur furðukenning, sem kemur afar víða fyrir, er á þá leið að pósitífismi (e. positivism) sé afbrigði af barnalegri hluthyggju (e. naïve realism), þ.e. verufræði sem gerir ráð fyrir að heimurinn sé í sínu innsta eðli eins og fólki sýnist hann vera. Fullyrðingar í þá veru má til dæmis finna hjá Taylor og Bogdan (1998), Lincoln, Lynham og Guba (2011) og Howell (2012). Howell kallar hugmyndir pósitífista um veruleikann til dæmis barnalega hluthyggju án fyrirvara og án vísana í eitt einasta rit eftir heimspekinga sem hafa sjálfir kallað sig pósitífista (sjá Howell 2012: 41). Joel Michell (2003) og Maxwell (2012) fjalla um þetta og sýna fram á að í fjölda rita um eigindlegar aðferðir eru pósitífistum eignaðar skoðanir sem eru afar ólíkar þeirri heimspeki sem Auguste Comte og Ernst Mach héldu fram á nítjándu öld og Carl Hempel og Rudolf Carnap á fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Um þetta segir Michell (2003: 17): „Þegar talsmenn eigindlegrar aðferðafræði Hugur 2018meðoverride.indd 35 24-Jul-18 12:21:22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.