Hugur - 01.01.2018, Síða 40

Hugur - 01.01.2018, Síða 40
40 Atli Harðarson heimur okkar, það sem birtist væri eini veruleikinn, og hvernig það birtist ylti á hugtökum okkar, hugmyndum og menningu sem væru afsprengi sögu og siðar. Það sem segir um breytilegan sannleika, og að veruleikinn sé ekki einn heldur margur, í ritum um eigindlegar aðferðir, virðist oftast byggjast á einhvers konar hughyggju eða kenningum í þá veru að hugurinn móti heiminn. Afstæðishyggjan og hughyggjan ganga þarna hönd í hönd. Mér finnst þó rétt að vara við því að slá þessu tvennu saman, enda voru þeir þættir í heimspeki Kants, sem mynduðu uppistöðuna í hughyggju nítjándu aldar, spunnir til þess að forðast afstæðishyggju og skýra hvers vegna sami sannleikur um heim rúms og tíma gilti fyrir alla menn. Það er sem sagt vel hægt að aðhyllast hughyggju án þess að fallast á afstæðis- hyggju um allan sannleika. Hughyggja er ekki andstæða hluthyggju, heldur efn- ishyggju. Í bók sinni um sögu hughyggjunnar, sem ég vitnaði í hér að framan, segja Dunham, Grant og Watson að þeir, sem líta svo á að hughyggja útiloki að til sé hlutlægur sannleikur og hlutlægur veruleiki, gefi sér, að ástæðulausu, að það sem hughyggjumenn kalla veruleika sé ekki alvöru veruleiki. Margar útgáfur hughyggju fela í sér greinargerð fyrir raunveruleika sem er til óháð því hvað eins- tökum mönnum býr í huga. Þeir sem gera ráð fyrir tilvist guðdóms, eða andlegs veruleika utan og ofan við mannlífið, álíta jafnvel að veruleikinn sé til óháð því hvað gervallt mannkynið hugsar og heldur. Það eru sem sagt til margar gerðir af hlutlægri hughyggju (e. objective idealism).27 Sú gerð sem George Berkeley boðaði á átjándu öld kvað til að mynda á um að heimurinn væri hugsanir í huga guðs og sannleikurinn um almættið væri til óháð því hvað fólk hugsar. Ég held að um þetta hafi þeir Dunham, Grant og Watson lög að mæla og mér þykir líklegt að þorri hughyggjumanna frá tímum Berkeleys og fram á síðustu öld hafi álitið að efnishyggja væri ósönn greinargerð fyrir eðli veruleikans: Það væru hlutlæg sann- indi að hún væri ósönn, og hún héldi áfram að vera ósönn, jafnvel þótt allt fólki tæki upp á því að telja hana sanna. Kjarni allrar hughyggju er að hugurinn og hugsunin séu hinn hinsti veruleiki og efnisheimurinn sé afsprengi hugsunar. Af þessum kjarna leiðir hvorki afstæð- ishyggju né að sannleikurinn um heiminn velti á því hvernig menn halda að hann sé. Þótt ekki séu allir hughyggjumenn hallir undir afstæðishyggju, virðast þeir sem boða afstæðishyggju um allan sannleika að jafnaði hallir undir hughyggju. Þeir sem álíta að veruleikinn sé hugarburður, og að efnishlutir séu það sem þeir eru vegna einhvers sem fólk hugsar eða segir, geta tæpast álitið að efnið sé til óháð hugsuninni. Ég veit ekki um nein rök sem skera úr um það hvort hugsun af einhverju tagi kom á undan efnisheiminum eða hvort hugurinn er aðeins til vegna einhvers sem gerist í efniskenndum líkama. Ég þykist hins vegar vita að sú hughyggja, sem mest hefur borið á frá tímum Kants, var upphaflega leidd af forsendum sem standast ekki. Hún varð til vegna þess að á átjándu öld héldu lærðir menn sig hafa óhagganlega vissu um ýmsa grundvallareiginleika efnisheimsins, þar á meðal um rúmfræði sem gilti um allan geiminn. Af þessu leiðir ekki að hughyggja sé 27 Dunham, Grant og Watson 2014: 26. Hugur 2018meðoverride.indd 40 24-Jul-18 12:21:22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.