Hugur - 01.01.2018, Page 41

Hugur - 01.01.2018, Page 41
 Til varnar hugsmíðahyggju 41 ósönn, heldur aðeins að það sem menn töldu sanna hana, gerir það ekki. Dýpstu spurningum heimspekinnar, um samband hugar og heims og hvernig vitundin tengist líkamanum, er enn ósvarað. Hvað kemur þetta eigindlegum aðferðum við? Ég held að svarið sé í stuttu máli að fyrir þá sem stunda rannsóknir er yfirleitt heppilegra að forðast forsendur sem eru mjög umdeilanlegar. Það er því ekki ráðlegt, að minnsta kosti ekki að nauðsynjalausu, að láta svo heita að forsendur rannsóknaraðferðanna séu hug- smíðahyggja um allan veruleikann eða aðrar hugmyndir sem fela í sér stórar frumspekikenningar á borð við hughyggju eða efnishyggju. Hugsum okkur að einhver rannsaki til dæmis einelti í skóla og endi með niðurstöður sem gætu hjálpað skólasamfélaginu að vinna gegn því. Ef aðferðafræði rannsóknarinnar er kynnt eins og gildi hennar velti á mjög umdeilanlegum kenningum á sviði frum- speki, er eins víst að það verði til þess að fólk, sem aðhyllist annars konar sýn á heiminn, vilji síður nýta niðurstöðurnar. Að flagga umdeilanlegri forsendum en þörf er á dregur þá úr notagildi rannsóknarinnar. Félagslegur veruleiki Hvað sem við kunnum annars að halda um frumspekileg efni, og hvort sem við höllumst að hughyggju eða efnishyggju, hljótum við að greina milli félagslegs veruleika og þess náttúrulega. Ég ætla ekki að halda því fram að skilin þarna á milli séu alls staðar skörp. Fjölmörg hugtök sem við notum ná yfir samspil náttúrulegra eiginleika og samfélagshátta. Sem dæmi um hugtök sem eru flókin með þeim hætti má nefna barn, kyn og kynþátt. En mörk þess félagslega og þess náttúrulega eru jafn raunveruleg þótt sum hugtök sem við notum dagsdaglega eigi ítök beggja vegna. Landamæri eru til að mynda félagslegur veruleiki en ár og lækir eru nátt- úrufyrirbæri. Ríki og landamæri milli þeirra eru ekki til nema fólk álíti þau vera til og þau hætta að vera til um leið og fólk hættir að viðurkenna tilveru þeirra. Einu sinni voru landamæri milli Austur-Þýskalands og Vestur-Þýskalands. Þau eru þar ekki lengur. Þau hættu að vera til þegar fólk (í ákveðnum valdastöðum) afréð að sameina Þýskaland. Eftir það voru girðingarnar bara girðingar en ekki landamæri. Fyrir fáeinum öldum síðan voru engin landamæri milli Bandaríkj- anna og Mexíkó. Þessi ríki voru ekki til. Landamærin urðu veruleiki vegna þess að fólk viðurkenndi þau sem veruleika. Það þurfti ekkert annað til en yfirlýsingar sem menn tóku mark á. Það er hins vegar ekki hægt að skapa ár og læki með því einu að segja eitthvað og fá fólk til að taka mark á því, enda væri þá hægur vandi að breyta eyðimörk í aldingarð. Til að landamæri séu til þurfa þau að vera viðurkennd. Þetta jafngildir því ekki að allir þurfi að samþykkja þau eða vera sáttir við tilveru þeirra. Fólk sem álítur að betra væri að búa í heimi án landamæra viðurkennir samt að yfirvöld og þorri fólks tekur mark á yfirlýsingum um hvar landamæri liggja. Við gerum okkur grein fyrir að félagslegur veruleiki sem byggist á huglægri afstöðu er til, hvort sem við teljum þá afstöðu sem um ræðir skynsamlega eða óskynsamlega. Hugur 2018meðoverride.indd 41 24-Jul-18 12:21:22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.