Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 47

Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 47
 Til varnar hugsmíðahyggju 47 Maxwell og Hammersley halda báðir fram brigðhyggju um þekkingu (e. fallibilism) og telja að vísindalegar kenningar og greinargerðir fyrir veruleikan- um verði aldrei hafnar yfir efa og grun, heldur séu þær sífellt til endurskoðunar. Þetta viðhorf þeirra er í góðu samræmi við það sem segir í kaflanum um vísinda- lega hluthyggju í The Stanford encyclopedia of philosophy, að hluthyggjumenn um veruleikann aðhyllist yfirleitt brigðhyggju um þekkingu.44 Í þessum sama kafla eru einnig færð rök fyrir því að hugsmíðahyggja um þekkingu, og viðurkenning á því að þekking manna mótist af samfélagsháttum þeirra, samræmist því vel að náttúrulegur veruleiki sé til óháð því hvað menn hugsa og segja. Eins og ég gerði grein fyrir í inngangi afneita fjölmargir höfundar rita um eigindlegar rannsóknaraðferðir hlutlægum veruleika og taka afstæðishyggju fram yfir brigðhyggju. Mig grunar að ein helsta ástæðan fyrir þessu sé að þeir eigi erfitt með að sætta sig við óvissuna og öryggisleysið sem við blasir um leið og það er viðurkennt að veruleikinn sem á að rannsaka eigi sér tilveru sem er óháð kenningum, líkönum, kortum og lýsingum rannsakenda. Þetta á jafnt við hvort sem rannsóknarefnið er náttúrufyrirbæri eða eitthvað í samfélaginu. Þótt félags- legur veruleiki sé hugsmíð, og þar með háður því hvernig fólk hugsar og talar og hverju það tekur mark á, er hann að mestu leyti óháður því sem fræðimenn segja og skrifa. Peningar og landamæri eru það sem þau eru, vegna huglægrar afstöðu þorra fólks, en ekki vegna þess sem hagfræðingar eða landfræðingar hafa við hana að bæta. Tal um sköpun og framleiðslu á þekkingu, þar sem vísindum er líkt við einhvers konar iðnað, virðist ýta undir óttann við óvissuna og vinna gegn því að brigð- hyggja falli mönnum vel í geð. Ef litið er á vísindi og rannsóknir sem framleiðslu á þekkingu, fremur en sem samræðu, ferðalag eða ævintýri, er stutt í að halda að þekking, sem er vafa undirorpin, sé svikin vara. Ef menn vilja endilega líkja rannsóknum við iðnað, þá er viðbúið að þeim líki heldur illa við þekkingarfræði, sem neyðir þá til að samþykkja að þeir geti sjaldan eða aldrei verið vissir um að þeim hafi í raun tekist að framleiða þekkingu: Að það sem þeir telja sig hafa uppgötvað sé í raun aðeins tilgátur sem ef til vill eigi eftir að reynast ósannar. Þeim finnst þá kannski skárra að munstra sæmdarheitið „þekking“, án fyrirvara, á allar afurðir rannsakenda, þótt það sem einn fræðimaðurinn segir sé beinlínis í mótsögn við það sem annar fræðimaður lætur frá sér fara – og þar með er fallist á afstæðishyggju – að það sem er satt fyrir einn sé ósatt fyrir annan. Hugsmíðahyggja um þekkingu, af því tagi sem Hammersley og Maxwell halda fram, byggist á þeim sannindum að þekking okkar er smíðuð úr hugtökum, yrðingum, líkönum og kenningum sem eru afsprengi sögu og siðar. Þegar við gerum grein fyrir því hvað við vitum, eða teljum okkur vita, þá notum við hugtök sem hafa mótast af hefð og eru jafnvel búin til með ákvörðunum og yfirlýsingum, eins og til dæmis metrakerfið er. Þetta gildir almennt og yfirleitt, hvort sem þekk- ingin fjallar um náttúruna eða samfélagið. Kort sem sýnir ár og læki og önnur náttúrufyrirbæri byggist jafnt á venjum kortagerðarmanna eins og kort sem sýnir 44 Chakravartty 2016. Hugur 2018meðoverride.indd 47 24-Jul-18 12:21:23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.