Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 69

Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 69
 Hin póetíska rökræðusiðfræði 69 hafi vald til að ráða mælendaskrá o.s.frv. Við hljótum að gera ráð fyrir því að við og viðmælendur okkar séum ekki vélmenni sem bara bregðast við málrænu áreiti heldur fólk sem geti tekið afstöðu til þess sem sagt er og skilið merkingu þess. Samt eru litlar líkur á því að við séum algerlega sjálfráða, sennilega erum við að miklu leyti afurð erfða og umhverfis. Þetta þýðir að þegar við ræðum saman „ídealíserum“ við okkur sjálf og viðmæl- endur okkar, þ.e. hegðum okkur eins og við og þeir séum sjálfráðari og jafnstæðari en við kannski erum í reynd. Við getum ekki rætt saman nema við gerum ráð fyrir kjörræðustöðu en um leið er hinn napri veruleiki allur annar: Þátttakendur í samræðum eru alls ekki á allan hátt sjálfráða og yfirleitt hafa sumir meiri völd en aðrir. Margir hafa reynslu af því að fólk með sterkan persónuleika setji í reynd mælendaskrá í samtölum við aðra. Sama gildir um frægðarmenn og valdamikla einstaklinga. En til að skilja hvers vegna kjörræðustaðan er byggð inn í venjulegar samræður skulum við hugsa okkur hvernig ástandið væri ef svo væri alls ekki. Þá myndum við kannski einvörðungu skýra kerfisbundið málgjörðir okkar sjálfra og annarra með tilvísun til orsaka.20 Segi Gunna: „Konur eru kúgaðar“, þá svarar kannski Jón með orsakaskýringu á staðhæfingu hennar: „Iss, þú segir þetta bara vegna þess að þú ert komin á breytingaraldurinn.“ Jón myndi svo skýra eigin staðhæfingu með því að hann væri árásargjarn í eðli sínu o.s.frv. Sjá má að ef menn orsakaskýrðu málgjörðir með svo kerfisbundnum hætti, myndu samræður og boðskipti ekki verða langlíf. Eða breytast svo mjög að áhöld yrðu um hvort rétt væri að nota hugtökin samræður og boðskipti um þetta atferli. Ekki yrðu þau heldur langlíf ef sérhver samræða artaði sig þannig að valdsmenn réðu algerlega mælendaskrá og gætu refsað þeim sem væru ósammála þeim. Eða menn héldu að allir viðmælendur þeirra væru aldrei einlægir o.s.frv. Ef menn væru að jafnaði ósannsöglir er erfitt að sjá hvernig samræður og boðskipti (og þar með mennskan) gætu lifað. Gerum ráð fyrir því að flestir menn ljúgi á allan tiltækan máta, ekki bara með því að neita því sem þeir innst inni játa. Hugsum okkur að Gunni sé nýkominn frá Ósló. Aðspurður léti hann sér ekki nægja að segjast ekki vera nýkominn frá Ósló, heldur svaraði hann til dæmis með því að segja: „Nei, ég var í Kúala Lúmpúr.“ Eða: „Nei, ég hef aldrei komið út fyrir landsteinana.“21 Verði lygar að almennri reglu mun lítið verða að marka það sem menn segja og þá er vandséð hvaða tilgangi samræður og boðskipti þjóni. Menn verða því að jafnaði að fylgja heilindaboðorðinu „vertu sannsögull“ ef samræður og boðskipti eiga að vera möguleg. Habermas útilokar ósannsögli sem grundvöll samræðna, sannsöglin hlýtur þá að vera grundvallandi fyrir samræður. Með því að beita útilokunaraðferð reyndi Habermas að sanna að kjörræðustaðan verði að virka sem innbyggður þáttur í samtölum (í kjörræðustöðu eru menn algerlega einlægir). Hún er draumsjón sem við verðum í reynd að gera ráð fyrir að geti ræst þótt við séum ekki endilega með- vituð um það. Hugmyndin um kjörræðustöðu er stjórnhugmynd (þ. regulative Idee). Hugmynd sem rétt er að reyna að raungera þótt útilokað sé að það takist að 20 Séu menn sjálfráða, þá er viljinn frjáls og tómt mál að skýra gerðir þeirra með tilvísun til orsaka. 21 Það sem hér segir um lygar er tilraun mín til að efla kenninguna um heilindakröfu rökum. Hugur 2018meðoverride.indd 69 24-Jul-18 12:21:24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.