Hugur - 01.01.2018, Page 70

Hugur - 01.01.2018, Page 70
70 Stefán Snævarr fullu. Við reynum í reynd að raungera hana með því einu að ræða við aðra, hvort sem okkur líkar betur eða verr.22 Það fylgir sögunni að Habermas dró síðar til baka kenninguna um kjörræðu- stöðu. Hann segir nú að það nægi að greina meginforsendur rökræðuvirkni og sýna fram á að menn geti ekki hafnað vissum boðum og samt haldið áfram að stunda raunverulega rökræðu. Menn geti t.d. ekki stundað alvöru rökræðu ef þeir hunsa heilindakröfuna og koma í veg fyrir að þátttakendur í rökræðunni hafi jafna möguleika til að láta ljós sitt skína. Við þetta bætir Habermas að engan veginn sé gefið að reglur rökræðu séu jafnframt reglur fyrir breytni af öðru tagi, t.a.m. siðferðilega breytni eða háttsemi í fyrirmyndarsamfélagi (kjörræðustöðu).23 Með þessu gefur Habermas í skyn að hann hafi gefist upp á hugmyndinni um að væntingar um samfélagslega útópíu séu byggðar inn í boðskiptin í líki kjörræðu- stöðu. Hann sagði á sínum yngri árum að væri slík útópía möguleg, þá myndi hún raungerast sem samfélag sjálfráða og jafnrétthárra einstaklinga.24 Víkjum aftur að meginrökræðuhugtaki Habermas. Þegar hann notar þýska orðið „Diskurs“ á hann við hreinræktaða, næstum fullkomna rökræðu. Þess vegna þýði ég „Diskurs“ sem „meginrökræðu“ til aðgreiningar frá venjulegri, jarð- bundinni rökræðu. Slík meginrökræða á sér stað við kringumstæður sem bera keim af kjörræðustöðu en er gagnstætt henni hugsanlega framkvæmanleg þótt illframkvæmanleg sé. Þátttakendurnir hafa allir sömu möguleika á að leggja orð í belg, allir hafa jafngóðan aðgang að öllum upplýsingum sem máli skipta fyrir meginrökræðuna. Þeir hafa nógan tíma til að kynna sér málin og ræða þau fram og til baka, frá öllum mögulegum sjónarhornum. Menn eru fyllilega málefnaleg- ir, enginn stundar kappræðu eða valdsorðaskak. Það þýðir að menn reyna ekki að klekkja á hver öðrum með kappræðubrögðum eða valdsmannslegri orðræðu. Dæmi um slíka orðræðu er „rökræða“ þar sem sumir þátttakendur skilgreina við- mælendur sína sem minnipokamenn vegna hörundslitar eða kynferðis. Þeir fara í manninn, ekki rökin, beita „ad hominem rökum“. Þátttakendur í meginrök- ræðunni eru hvorki kúgaðir né þrúgaðir. Nánar tiltekið eru þeir hvorki hamlaðir af ytri né innri orsökum. Ytri orsakir geta verið skortur á valdi eða bág efnahags- staða. Sem dæmi um innri orsök má nefna þrælslund sem stafar af uppeldi eða ríkjandi viðhorfum í samfélaginu. Þýlynt fólk getur ekki tekið þátt í rökræðum á jafnréttisgrundvelli, það hefur hneigð til að beygja sig fyrir valdamiklum viðmæl- endum. Eða láta blekkjast af þeim sem kunna að nota málið til að forfæra aðra. Vart eru miklar líkur á því að menn verði almennt alfrjálsir undan oki innri og ytri orsaka og því litlar líkur á því að meginrökræða geti átt sér stað, enda er hún eitthvað sem við vísum óbeint til sem viðmiðs og markmiðs í samræðum okkar. Og í hugsun líka, því hugsun er í reynd innri samræða, segir Habermas. Rétt eins og þátttakendur í samræðu geta ekki hlutgert sjálfa sig og aðra algerlega með til- vísun til orsakaskýringa, get ég ekki hlutgert hugsun mína alfarið fyrir tilstuðlan slíkra skýringa og lendi fyrir vikið í miklum röklegum vandræðum. Hugsi ég: 22 Til dæmis Habermas 1982: 235. 23 Habermas 2005: 88–90. Sjá einnig Habermas 1983: 96. 24 Habermas 1968: 146–168. Hugur 2018meðoverride.indd 70 24-Jul-18 12:21:24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.