Hugur - 01.01.2018, Side 71

Hugur - 01.01.2018, Side 71
 Hin póetíska rökræðusiðfræði 71 „Gott væri nú að fá sér kaffi“, þá hlutgeri ég þá hugsun með því að hugsa eitthvað í líkingu við: „Mér finnst gott að fá mér kaffi af því að ég hef ákveðna gerð gena og er alinn upp í tilteknu samfélagi.“ Aftur verð ég að skýra þá hugsun og svo koll af kolli til eilífðar. Mér er ekki kleift að hugsa til eilífðar svo einhvern tímann verð ég að hætta og síðasta hugsunin í keðjunni er þá óhlutgerð, ekki skýrð með tilvísun til orsaka. Ég neyðist með öðrum orðum til að viðurkenna að hugsun mín sé a.m.k. að einhverju leyti frjáls með svipuðum hætti og ég verð að viðurkenna að viðmælendur mínir séu a.m.k. að vissu marki sjálfráða.25 Habermas greindi milli fræðilegrar og virkrar meginrökræðu (þ. praktischer Dis k urs).26 Í fræðilegum meginrökræðum ræðum við um sanngildi staðhæfinga, skólabókardæmi um meginrökræðu er vísindaleg rökræða. Í virkum meginrök- ræðum er meðal annars réttmæti siðaboða til umræðu. En meginrökræður eiga einungis við þegar sannleikskröfur eða siðferðislegar réttmætiskröfur eru dregnar í efa. Þá verður að ræða sannleiksgildi staðhæfinganna í fræðilegri meginrökræðu og réttmætiskröfur í siðferðilegri meginrökræðu. Allar málgjörðir vísa óbeint til meginrökræðna, því ekki er hægt að staðhæfa neitt af viti nema sá möguleiki sé fyrir hendi að staðhæfinguna megi ræða í fræðilegri meginrökræðu. Í slíkri rökræðu leika staðhæfur meginhlutverk, í virkri meginrökræðu sú gerð málgjörða sem kalla má „regluhæfu“ (þ. Regulative Sprechakt).27 Í slíkum málgjörðum eru reglur og boðorð í brennidepli, rætt er um hvernig menn eigi að hegða sér, ekki hvernig þeir breyta í reynd. Ekki er hægt að nota regluhæfur nema röklega mögu- legt sé að ræða þær í virkum meginrökræðum. Einnig getur málgjörð ekki talist regluhæfa nema hægt sé að rökstyðja með gildum rökum að svo sé. Þannig hafa málgjörðir og þar með tungumálið skynsamlegan grundvöll, málgjörðir eru í eðli sínu rökstyðjanlegar og fallvaltar. Þetta gildir um boðskipti almennt þar eð jafnvel líkamstjáning er málgjörðarkyns. Hið sama gildir um hugsun, hún er líka af mál- gjörðartagi þar eð hún er að miklu leyti innra samtal, eins og áður segir. Hér sjáum við líka kjarna mannúðarmálfræðinnar. Samræður og boðskipti myndu ekki komast á koppinn ef menn virtu ekki að jafnaði jafnstöðu þátttak- enda, rétt þeirra til að leggja orð í belg, sjálfræði þeirra og heilindi. Samræður og boðskipti vísa til ástands þar sem engin kúgun, blekking eða ofbeldi á sér stað. Þau vísa til samræðna sem eru lausar við valdsorðaskak. Hugmyndin um mann- úð eru því byggðar inn í tungumálið. Mannstefnan og siðferðið renna undan tungurótum vorum. Rökræðusiðfræðin Með þetta veganesti lagði Habermas af stað í siðfræði-leiðangur á árunum upp úr 1980. Hann mætti Karl-Otto Apel á miðri leið en sá síðarnefndi lagði grund- völl að rökræðusiðfræði 10–15 árum fyrr.28 Apel vegur að sjálfdæmishyggju um 25 T.d. Apel 1973b: 358–435. 26 Habermas 1981: 39. 27 Habermas 1981: 414 og víðar. 28 Hann kynnti rökræðusiðfræðina til sögunnar í Apel 1973b: 358–435. Og þróaði hana áfram, t.d. í Hugur 2018meðoverride.indd 71 24-Jul-18 12:21:24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.