Hugur - 01.01.2018, Síða 72

Hugur - 01.01.2018, Síða 72
72 Stefán Snævarr siðferði. Þekkta útgáfu af henni má finna í fræðum rökfræðilegu raunhyggjunnar. Fulltrúi hennar, Alfred J. Ayer, sagði að siðferðilegar yrðingar væru á yfirborðinu staðhæfingar en nánari aðgæsla sýndi að þær væru bara tjáning á tilfinningum og tilfinningar væru öldungis huglægar. Þegar ég segi: „Það er siðferðilega rangt að fremja morð“, þá gæti ég fullt eins hrópað: „Morð, bö, bö!“ eða „Niður með morð!“ Slíkar yrðingar eru stofnskyldar reiðiöskrum, sársaukaveini eða gleðihróp- um á borð við „húrra“. Ljóst má þykja að hvorki sársaukavein né húrrahróp eru staðhæfingar. Siðferði er því spurning um smekk frekar en rök, segja menn á borð við Ayer. Öðru máli gegnir um vísindin, staðhæfingar þeirra eru staðfestanlegar af reynslu.29 Vísindin eru gjörsneydd gildismati og siðaboðum enda öldungis hlutlæg. Þessu andæfir Apel og beitir rökum ættuðum frá einkamálsrökunum: Vísindin séu í eðli sínu samhuglæg og geti ekki verið neitt annað enda sé einka- vísindamál ekki mögulegt. Þau byggi því á samvinnu og samræðum fræðimanna en þær samræður og sú samvinna hafi siðferðileg boðorð að forsendu: Vísindin byggja á siðferðilegum forsendum þar eð sannleikurinn er ekki bara spurning um sönnunargögn sem skynreynslan veitir. Hann er líka spurning um samhuglæg gildi sem staðfesta verður með ígrunduðum sáttum rannsakenda um röklegt samræmi sönnunargagnanna. Það þýðir að vísindi verða að hafa að forsendu boðskiptaskilning manna á meðal, manna sem komast að samkomulagi um hvað teljast megi satt. Boð- skiptaskilningur hefur siðferðileg boðorð að forsendu.30 Markmið vísindalegrar rökfærslu er að finna yrðingar sem eru gildar með sam- huglægum hætti, t.d. sannar og prófanlegar staðhæfingar. Því markmiði verður ekki náð ef vísindamenn ljúga oftast að hver öðrum og sjálfum sér um leið, koma nánast alltaf í veg fyrir að starfssystkini þeirra geti tekið þátt í vísindalegri um- ræðu og vísa velflestum réttmætum rökum á bug. Þeir verða sem sagt að jafnaði að virða heilindaboðorðið, virða málfrelsið og boðorðið um að virða skuli réttmæt rök. Að auki er æskilegt að þátttakendur í rökræðu (að þeim vísindalegu með- töldum) virði viðmælendur sína sem heiðarlega, mynduga og ábyrga gerða sinna. Boðorðið er: „Að jafnaði skulu rökræðendur líta á viðmælendur sem heiðarlega, mynduga og ábyrga gerða sinna.“ Þátttakendur í rökræðu (hvort sem hún er vís- indaleg eður ei) geta ekki hafnað þessum boðorðum með rökum öðruvísi en að lenda í gjörðarmótsögn (e. performative contradiction). Reyni menn að rökstyðja að rétt sé að hafna þessum boðorðum, þá viðurkenna þeir í reynd gildi þeirra, því þau eru forsendur rökstuðnings. Þeir sem þetta gera, til dæmis Alfred Ayer, eru eins og menn sem segja í fúlustu alvöru: „Ég er ekki til.“ Sá sem það segir er í Apel 1988. 29 Ayer 1936/1971: 141–145 og víðar. 30 „Science presupposes ethic because truth is not only a matter of evidence for my senses, but moreover a matter of inter-subjective validity to be testified to by a grounded consensus about the coherence of evidence in the community of investigators. Hence science must presuppose com- municative understanding between persons as co-subjects of agreement about truth and com mu- nicative understanding between persons presupposes ethical norms.“ Apel 1980: 50. Greinin var skrifuð á ensku. Hugur 2018meðoverride.indd 72 24-Jul-18 12:21:24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.