Hugur - 01.01.2018, Page 83

Hugur - 01.01.2018, Page 83
 Hin póetíska rökræðusiðfræði 83 þær sem skopleiki, harmleiki, og/eða drömu. Í því sambandi verður að vera hægt að lýsa rökræðunum eins og bókmenntaverki með byrjun, risi (hátindi) og endalok um. Og án hinna skálduðu myndhvarfa um innbyggt markmið boð skipta væri lítill akkur í rökræðusiðfræðinni. Í ofanálag er erfitt að stunda siðferðileg ar rök ræður án þess að segja sögur og hegða sér sem maður tryði á fiksjónir um vilja frelsi og fleira. Þessar fjórar ábendingar hljóta að nægja til þess að við getum sagt með sanni að rökræðusiðfræðin hafi bókmenntalegan þátt. Því er ekki hægt að greina rökræðu- siðfræðina skarplega frá því sem póetískt er. Hún er því að nokkru leyti annars eðlis en fylgismenn hennar halda, hún er ekki bara boðskiptaættar heldur líka afkomandi skáldgyðjunnar. Lokaorð Við höfum uppgötvað að Habermas og Apel hafna sjálfsspekinni, m.a. með fulltingi Wittgensteins og einkamálsraka hans. Einnig að þeir telja málgjörð- ir grundvöll boðskipta og að hugsun jafnt sem breytni sé bundin á klafa rök- ræðna. Málgjörðir séu fallvaltar og rökstyðjanlegar, það þýði að boðskipti hafi skynsemisþátt og þar með allt vort amstur. Því ekkert mannlegt sé alveg handan boðskipta. Og mannstefnan sé boðskiptakyns, tala megi um mannúðarmálfræði þeirra félaga. Boðskiptin séu rakalega bundin kjörræðustöðu/ótakmörkuðu boð- skiptasamfélagi, meginrökræðum og boðorðum. Boðorð boðskipta virki eins og skilyrðislausa skylduboðið, sem mælikvarði á réttmæti athafna og meintra siða- boða. Þar eð boðskipti hafa mögulega meginrökræðu að forsendu, þá er siðferðið í grunninn af rökræðukyni. Þau siðaboð ein eru tæk sem vel upplýstir menn myndu fallast í frjálsri, opinni og óþvingaðri rökræðu. Einnig verða boðin að taka tillit til hagsmuna allra þeirra sem þau snerta. Gagnstætt siðaboðum geta estetísk gildi ekki verið algild. Þótt listir og bók- menntir geti innblásið siðferðilega rökræðu, er skýr munur á siðferðinu og hinu estetíska. Málgjörðir í bókmenntatexta eru eins og tilvitnanir í málgjörðir og hafa ekkert talfólgið afl, gagnstætt málgjörðum hversdagslífsins. En hægt er að brúa bilið milli rökræðusiðfræði og bókmennta með hætti sem var þeim Habermas og Apel hulinn. Rökræðusiðfræðin hefur bókmenntalegan þátt sem fylgjendur hennar sáu ekki. Nefndar voru til sögunnar fjórar ábendingar um bókmenntaleika, þáttur hins skáldaða, þáttur stílbragða, þáttur frásagna, þáttur stílbragða og sónarþáttur. Allar þessar ábendingar má finna í rökræðusið- fræðinni: Samkvæmt henni er einboðið að við trúum á fiksjónina um frjálsan vilja. Auk þess er röklega byggt inn í hana að við hljótum að beita myndhvörfunum um markmið boðskipta, skilja siðferðilega rökræðu í ljósi frásagna og fella sam- ræður undir hugtök sónarþáttarins. Þannig má finna póetískan þátt í rökræðu- siðfræðinni. Við getum talað um hina „póetísku rökræðusiðfræði“, væntanlega í óþökk rökræðusiðfræðinga, þeir vilja greina nokkuð klárlega milli hins póetíska og hins siðferðilega. Hugur 2018meðoverride.indd 83 24-Jul-18 12:21:25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.